Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2023 16:31 Lögreglumaður við RIchneck-grunnskólann í Virginíu eftir að sex ára drengur skaut kennara sinn í kennslustofu. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira