Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Fyrri hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2023 10:01 Ýmir Örn Gíslason spilar aðallega vörnina hjá Rhein-Neckar Löwen. getty/Simon Hofmann Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í fyrri hluta yfirferðarinnar verður fjallað um markverðina, horna- og línumennina í HM-hópnum. Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent. Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent.
Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn