Héldu verðlaunaafhendinguna án sigurvegarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Hin finnska Kerttu Niskanen og hin norska Tiril Udnes Weng lentu í öðru og þriðja sæti og fengu að stíga upp á pallinn en enn sigurvegarinn Frida Karlsson. AP/Alessandro Trovati Sænska skíðagöngukonan Frida Karlsson tryggði sér um helgina sigur í Tour de Ski skíðagöngukeppninni sem lauk á Ítalíu í gær. Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skíðaíþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skíðaíþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira