Ótrúleg saga Árna Þórðar: „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 14:11 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Facebook Árni Þórður Sigurðsson hefur náð ótrúlegum bata eftir að hafa veikst af svokallaðri fjöllíffærabilun. Honum var haldið sofandi í fimm mánuði og var talinn í lífshættu í heilt ár. Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Sjá meira
Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Sjá meira
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28
Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12