Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 13:23 Dómurinn var upphaflega birtur á vefsíðu Héraðsdóms Reykjavíkur í desember en þá kom nafn mannsins ekki fram. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. Samkvæmt skriflegu svari Ingibjargar Þorsteinsdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, við fyrirspurn Vísis bar að gefa út dóminn með nafni dómfellda samkvæmt reglum dómstólasýslunnar. Uppfærð útgáfa dómsins með nafni mannsins var birt nú um miðjan dag. Maðurinn heitir Vilhjálmur Freyr Björnsson og er tæplega þrítugur. Dómurinn yfir honum var kveðinn upp 20. desember en nafn hans var ekki getið þrátt fyrir þungan fangelsisdóm og að engin tengsl væru á milli hans og fórnarlambsins. Allajafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef þeir eru tengdir sakborningnum. Nafnleysið sætti gagnrýni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þannig ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda af þessu tagi. Hún væri til þess fallin að hlífa gerendum. Í dómnum kom fram að Vilhjálmur Freyr braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu. Að sögn konunnar hafði hún veitt honum þjónustu í klukkustund þegar hann krafði hana um endurgreiðslu. Þegar hún sagðist ekki getað útvegað honum peningana fyrr daginn eftir hafi hann barið hana, tekið af henni símann og ítrekað tekið hana hálstaki. Í kjölfarið hafi hann margsinnis nauðgað henni. Frelsissviptingin hafi staðið yfir í um þrjár klukkustundir. Vilhjálmi Frey var gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann játaði brot sitt að litlum hluta. Við sakfellingu var litið til þess að atlaga hans hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Ásetningur hafi verið sterkur og telja megi mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna. Fréttin var uppfærð með nafni mannsins eftir að dómurinn var uppfærður á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Vændi Tengdar fréttir Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. 28. desember 2022 12:01 Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Samkvæmt skriflegu svari Ingibjargar Þorsteinsdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, við fyrirspurn Vísis bar að gefa út dóminn með nafni dómfellda samkvæmt reglum dómstólasýslunnar. Uppfærð útgáfa dómsins með nafni mannsins var birt nú um miðjan dag. Maðurinn heitir Vilhjálmur Freyr Björnsson og er tæplega þrítugur. Dómurinn yfir honum var kveðinn upp 20. desember en nafn hans var ekki getið þrátt fyrir þungan fangelsisdóm og að engin tengsl væru á milli hans og fórnarlambsins. Allajafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef þeir eru tengdir sakborningnum. Nafnleysið sætti gagnrýni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þannig ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda af þessu tagi. Hún væri til þess fallin að hlífa gerendum. Í dómnum kom fram að Vilhjálmur Freyr braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu. Að sögn konunnar hafði hún veitt honum þjónustu í klukkustund þegar hann krafði hana um endurgreiðslu. Þegar hún sagðist ekki getað útvegað honum peningana fyrr daginn eftir hafi hann barið hana, tekið af henni símann og ítrekað tekið hana hálstaki. Í kjölfarið hafi hann margsinnis nauðgað henni. Frelsissviptingin hafi staðið yfir í um þrjár klukkustundir. Vilhjálmi Frey var gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann játaði brot sitt að litlum hluta. Við sakfellingu var litið til þess að atlaga hans hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Ásetningur hafi verið sterkur og telja megi mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna. Fréttin var uppfærð með nafni mannsins eftir að dómurinn var uppfærður á vef Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Vændi Tengdar fréttir Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. 28. desember 2022 12:01 Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. 28. desember 2022 12:01
Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent