Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 18:00 Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna. Vísir/Bára Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. Bjarni birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Þar segir hann að hinn 22. desember síðastliðinn hafi hann ákveðið að láta af dómgæslu. Bjarni tekur sérstaklega fram að hann hafi ekki starfað sem dómari peninganna vegna, heldur fyrst og fremst vegna þess að hann hafi gaman að körfubolta. Þá tekur hann enn fremur fram að ástæða þess að pistill hans sé skrifaður í þátíð sé sú að gleðin sem fylgdi dómgæslunni hafi nær algerlega horfið. „Í tæplega 7 ár hef ég starfað sem dómari í körfubolta. Hinn 22. desember síðastliðinn ákvað ég hins vegar að láta af dómgæslu,“ ritar Bjarni. „Í þessi 7 ár hef ég látið svívirðingar, persónuníð og dónaskap yfir mig ganga. Ég var ekki í dómgæslu peninganna vegna heldur fyrst og fremst vegna þess að ég hafði gaman af körfubolta. Þetta er skrifað í þátíð þar sem sú gleði sem fylgdi dómgæslunni hefur nær algerlega horfið og þess í stað hefur komið kvíði og leiði.“ Þá bendir Bjarni einnig á að hann hafi ekki treyst sér til að leyfa fjölskyldu sinni að mæta á þá leiki sem hann dæmdi. „Í 7 ár meinaði ég fjölskyldu minni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi. Þetta kom til vegna þess að ég vildi ekki að börnin mín heyrðu áhorfendur öskra ítrekað að pabbi þeirra væri ýmist hálfviti, fáviti eða aumingi svo fáein orð séu nefnd. Ýmis mun verri orð hafa verið sögð sem ekki er vert að hafa eftir hér.“ Færslu Bjarna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan, en kveikjan að færslunni er grein sem birtist á Karfan.is þar sem pistlahöfundur furðar sig á því hversu auðvelt fólk á með að gera lítið úr dómurum hér á landi. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Sjá meira
Bjarni birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Þar segir hann að hinn 22. desember síðastliðinn hafi hann ákveðið að láta af dómgæslu. Bjarni tekur sérstaklega fram að hann hafi ekki starfað sem dómari peninganna vegna, heldur fyrst og fremst vegna þess að hann hafi gaman að körfubolta. Þá tekur hann enn fremur fram að ástæða þess að pistill hans sé skrifaður í þátíð sé sú að gleðin sem fylgdi dómgæslunni hafi nær algerlega horfið. „Í tæplega 7 ár hef ég starfað sem dómari í körfubolta. Hinn 22. desember síðastliðinn ákvað ég hins vegar að láta af dómgæslu,“ ritar Bjarni. „Í þessi 7 ár hef ég látið svívirðingar, persónuníð og dónaskap yfir mig ganga. Ég var ekki í dómgæslu peninganna vegna heldur fyrst og fremst vegna þess að ég hafði gaman af körfubolta. Þetta er skrifað í þátíð þar sem sú gleði sem fylgdi dómgæslunni hefur nær algerlega horfið og þess í stað hefur komið kvíði og leiði.“ Þá bendir Bjarni einnig á að hann hafi ekki treyst sér til að leyfa fjölskyldu sinni að mæta á þá leiki sem hann dæmdi. „Í 7 ár meinaði ég fjölskyldu minni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi. Þetta kom til vegna þess að ég vildi ekki að börnin mín heyrðu áhorfendur öskra ítrekað að pabbi þeirra væri ýmist hálfviti, fáviti eða aumingi svo fáein orð séu nefnd. Ýmis mun verri orð hafa verið sögð sem ekki er vert að hafa eftir hér.“ Færslu Bjarna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan, en kveikjan að færslunni er grein sem birtist á Karfan.is þar sem pistlahöfundur furðar sig á því hversu auðvelt fólk á með að gera lítið úr dómurum hér á landi.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum