Þurftu að halda börnum inni vegna mengunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 20:31 Jónína Einarsdóttir er leikskólastjóri á Stakkaborg. sigurjón ólason Mengun hefur fjölmörgum sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í dag og hefur mengunarský legið yfir borginni. Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“ Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“
Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20