Guardiola ætlar ekki að biðja Haaland um að róa sig inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 17:00 Erling Haaland fagnar marki sínu fyrir Manchester City á móti Everton en fyrir framan hann er Ben Godfrey, varnarmaður Everton, sem virtist komast inn í hausinn á honum. AP/Tim Goode Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á sínu fyrsta tímabili með Manchester City liðinu en í jafntefli á móti Everton um síðustu helgi var eins og hann missti hausinn eftir samskipti varnarmann Everton. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið. Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023 Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld. „Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola. „Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola. "I have the feeling he can do better" Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022 Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans. „Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið. Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023 Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld. „Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola. „Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola. "I have the feeling he can do better" Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022 Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans. „Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira