Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. janúar 2023 09:36 Á myndinni eru þrír eigenda Smiðjunnar, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Páll Auðbertsson og á myndina vantar Vigfús Þór Hróbjartsson. Aðsent Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira