Heilsuhagur-hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Gyða Ölvisdóttir og Ásta Kristín Andrésdóttir skrifa 5. janúar 2023 08:01 Á undanförnum árum hefur umræða almennings um heilbrigðismál aukist mikið samfara því að almenningur er almennt upplýstari um réttindi sín til heilbrigðisþjónustu. Fjöldi Almannaheillafélaga, með mismunandi hugmyndafræði, starfa í þágu sjúklinga og reyna að standa vörð um réttindi þeirra í frumskógi heilbrigðiskerfisins og hafa þannig tekið að sér að vera málsvari sjúklinga með misgóðum árangri þegar erfiðleikar steðja að. Heilbrigðisstefna til 2030 Fyrir rúmum þremur árum síðan var gefin út Heilbrigðisstefna til ársins 2030 á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem hefur verið til umfjöllunar víða í samfélaginu. Þar kemur fram að heilbrigðisþjónustan sé einn af hornsteinum samfélagsins og flestir ef ekki allir þurfi á einhverjum tímapunkti í lífi sínu á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af því sem fjallað er um í þeirri áætlun eru gæði heilbrigðisþjónustunnar sem eru skilgreind út frá því að hversu miklu leyti þjónustan sem veitt er sé í samræmi við bestu þekkingu sem völ sé á. Öryggi í heilbrigðisþjónustu hefur verið skilgreint þannig að notandi hennar eigi ekki á hættu að hljóta skaða af meðferð sem er ætluð til að bæta heilsu hans eða lífsgæði. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu tengjast ótal þáttum hverju sinni og verður því að vera í stöðugri þróun. Upplýsingar um gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu eru mikilvægar á öllum þjónustustigum heilbrigðisþjónustunnar. Eitt af því sem fjallað er um í Heilbrigðisstefnunni er virkni notenda. Þá er átt við þátttöku einstaklinga sjálfra í eigin heilbrigðisþjónustu, heilsulæsi og að notendakannanir séu lagðar reglulega fyrir og niðurstöðurnar notaðar í daglegt umbótastarf. Niðurstöður slíkra kannana þyrftu að vera sýnilegar og aðgengilegar öllum. Nú þremur árum síðar ber afarlítið á notenda könnunum í heilbrigðisþjónustu. Embætti umboðsmanns sjúklinga Fyrir Alþingi liggur þingsálykturnartillaga þar sem lagt er til að embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa mörg félagasamtök komið fram með tillögu um stofnun embætti umboðsmann sjúklinga. Áður hefur verið lögð fram slík þingsályktunartillaga án árangurs. Óskað var eftir umsögn alls 36 aðila frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum en aðeins 11 sáu sér fært að svara kallinu. Hvorki, LSH, SAk né Læknafélag Íslands svöruðu þessu mikilvæga málefni. Í ljósi sögunnar telst því frekar ólíklegt að slík tillaga sem lögð er fram af minnihlutanum nái fram að ganga. Hvað er til ráða? Rannsóknir sýna að 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verða fyrir einhverskonar óhappi eða mistökum sem flokkast undir óvænt atvik. Gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu er í brennidepli víða um heim og þess vegna eru þessi hugtök nátengd þar sem öryggi þjónustu hefur áhrif á gæði hennar. Það ætti því að vera ljóst að það sárlega vantar tengilið sem leiðbeinir sjúklingum og tryggir upplýsingaflæði til þeirra. Eftir áratuga langt starf innan heilbrigðiskerfisins fannst okkur höfundunum, sem allir erum hjúkrunarfræðingar, því tímabært að gera eitthvað í málunum og höfum því stofnað Almannaheillafélag sem hefur þau markmið að standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga og um leið efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt. Félagið munu starfa á breiðum grunni. Við viljum tengja saman fleiri Almannaheillafélög ásamt því að auka fræðslu og stuðning til almennings og ekki síst til heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki síður fórnarlömb í mistakamálum því sannarlega er aldrei ásetningur til staðar heldur röð atburða sem leiða til skaða. Við munum einnig leggja okkur fram um að taka þátt í umræðu í samfélaginu sem snýr að gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustu. Við viljum beita okkur fyrir lagabreytingum og/eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir bæði neytendur og veitendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við teljum mikilvægt að skjólstæðingar fái verkfæri og stuðning til að vera virkir þátttakendur í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á Íslandi. Flest bendir til þess að álag á þjónustuna muni aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Af þeim ástæðum teljum við gríðarlega mikilvægt að hagsmunasamtök með það að leiðarljósi að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu og um leið gera almenning virkari þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu séu til staðar. Ávinningurinn af auknum gæðum og öryggi ætti að vera öllum ljós bæði þiggjendum og veitendum heilbrigðisþjónustunarinnar. Með góðri samvinnu og þátttöku allra aðila, sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks, stjórnvalda og viðurkenningu sjónarmiða allra eykst öryggismenning til hagsbóta fyrir alla aðila. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og stofnendur Heilsuhags- hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu: Málfríður Stefanía Þórðardóttir Gyða Ölvisdóttir Ásta Kristín Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða almennings um heilbrigðismál aukist mikið samfara því að almenningur er almennt upplýstari um réttindi sín til heilbrigðisþjónustu. Fjöldi Almannaheillafélaga, með mismunandi hugmyndafræði, starfa í þágu sjúklinga og reyna að standa vörð um réttindi þeirra í frumskógi heilbrigðiskerfisins og hafa þannig tekið að sér að vera málsvari sjúklinga með misgóðum árangri þegar erfiðleikar steðja að. Heilbrigðisstefna til 2030 Fyrir rúmum þremur árum síðan var gefin út Heilbrigðisstefna til ársins 2030 á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem hefur verið til umfjöllunar víða í samfélaginu. Þar kemur fram að heilbrigðisþjónustan sé einn af hornsteinum samfélagsins og flestir ef ekki allir þurfi á einhverjum tímapunkti í lífi sínu á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af því sem fjallað er um í þeirri áætlun eru gæði heilbrigðisþjónustunnar sem eru skilgreind út frá því að hversu miklu leyti þjónustan sem veitt er sé í samræmi við bestu þekkingu sem völ sé á. Öryggi í heilbrigðisþjónustu hefur verið skilgreint þannig að notandi hennar eigi ekki á hættu að hljóta skaða af meðferð sem er ætluð til að bæta heilsu hans eða lífsgæði. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu tengjast ótal þáttum hverju sinni og verður því að vera í stöðugri þróun. Upplýsingar um gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu eru mikilvægar á öllum þjónustustigum heilbrigðisþjónustunnar. Eitt af því sem fjallað er um í Heilbrigðisstefnunni er virkni notenda. Þá er átt við þátttöku einstaklinga sjálfra í eigin heilbrigðisþjónustu, heilsulæsi og að notendakannanir séu lagðar reglulega fyrir og niðurstöðurnar notaðar í daglegt umbótastarf. Niðurstöður slíkra kannana þyrftu að vera sýnilegar og aðgengilegar öllum. Nú þremur árum síðar ber afarlítið á notenda könnunum í heilbrigðisþjónustu. Embætti umboðsmanns sjúklinga Fyrir Alþingi liggur þingsálykturnartillaga þar sem lagt er til að embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa mörg félagasamtök komið fram með tillögu um stofnun embætti umboðsmann sjúklinga. Áður hefur verið lögð fram slík þingsályktunartillaga án árangurs. Óskað var eftir umsögn alls 36 aðila frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum en aðeins 11 sáu sér fært að svara kallinu. Hvorki, LSH, SAk né Læknafélag Íslands svöruðu þessu mikilvæga málefni. Í ljósi sögunnar telst því frekar ólíklegt að slík tillaga sem lögð er fram af minnihlutanum nái fram að ganga. Hvað er til ráða? Rannsóknir sýna að 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verða fyrir einhverskonar óhappi eða mistökum sem flokkast undir óvænt atvik. Gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu er í brennidepli víða um heim og þess vegna eru þessi hugtök nátengd þar sem öryggi þjónustu hefur áhrif á gæði hennar. Það ætti því að vera ljóst að það sárlega vantar tengilið sem leiðbeinir sjúklingum og tryggir upplýsingaflæði til þeirra. Eftir áratuga langt starf innan heilbrigðiskerfisins fannst okkur höfundunum, sem allir erum hjúkrunarfræðingar, því tímabært að gera eitthvað í málunum og höfum því stofnað Almannaheillafélag sem hefur þau markmið að standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga og um leið efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt. Félagið munu starfa á breiðum grunni. Við viljum tengja saman fleiri Almannaheillafélög ásamt því að auka fræðslu og stuðning til almennings og ekki síst til heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki síður fórnarlömb í mistakamálum því sannarlega er aldrei ásetningur til staðar heldur röð atburða sem leiða til skaða. Við munum einnig leggja okkur fram um að taka þátt í umræðu í samfélaginu sem snýr að gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustu. Við viljum beita okkur fyrir lagabreytingum og/eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir bæði neytendur og veitendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við teljum mikilvægt að skjólstæðingar fái verkfæri og stuðning til að vera virkir þátttakendur í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á Íslandi. Flest bendir til þess að álag á þjónustuna muni aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Af þeim ástæðum teljum við gríðarlega mikilvægt að hagsmunasamtök með það að leiðarljósi að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu og um leið gera almenning virkari þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu séu til staðar. Ávinningurinn af auknum gæðum og öryggi ætti að vera öllum ljós bæði þiggjendum og veitendum heilbrigðisþjónustunarinnar. Með góðri samvinnu og þátttöku allra aðila, sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks, stjórnvalda og viðurkenningu sjónarmiða allra eykst öryggismenning til hagsbóta fyrir alla aðila. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og stofnendur Heilsuhags- hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu: Málfríður Stefanía Þórðardóttir Gyða Ölvisdóttir Ásta Kristín Andrésdóttir
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun