„Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 20:12 Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri myndarinnar segir kvikmyndina fjalla um sjö vini sem fara í skelfilegan samkvæmisleik í matarboði. „leggja símana á borðið, lesa upp öll skilaboð og setja öll símtöl á „speaker“ og það fer bara svakalega illa,“ segir Elsa. Þetta er martröð margra, er þetta grínmynd eða spennumynd? „Bara allt í bland en hún er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ segir Elsa. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona segir áhorfendur geta átt von á miklu ferðalagi við áhorf. „Við förum í gegnum mjög mikinn tilfinningaskala. Þetta er mjög spennandi, skemmtilegt og hræðilegt.“ Hilmir Snær Guðnason, leikari bætir því við að myndin taki á alvarlegum hlutum en sé á sama tíma mjög fyndin. Myndin fjallar að þeirra sögn um venjulegt fólk í Reykjavík og gerist í nútímanum. Þá eigi margir að geta tengt við kringumstæðurnar sem komi fram í kvikmyndinni. Viðtalið við hópinn má sjá hér að ofan. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi og má sjá stiklu úr myndinni hér að neðan. Menning Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri myndarinnar segir kvikmyndina fjalla um sjö vini sem fara í skelfilegan samkvæmisleik í matarboði. „leggja símana á borðið, lesa upp öll skilaboð og setja öll símtöl á „speaker“ og það fer bara svakalega illa,“ segir Elsa. Þetta er martröð margra, er þetta grínmynd eða spennumynd? „Bara allt í bland en hún er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ segir Elsa. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona segir áhorfendur geta átt von á miklu ferðalagi við áhorf. „Við förum í gegnum mjög mikinn tilfinningaskala. Þetta er mjög spennandi, skemmtilegt og hræðilegt.“ Hilmir Snær Guðnason, leikari bætir því við að myndin taki á alvarlegum hlutum en sé á sama tíma mjög fyndin. Myndin fjallar að þeirra sögn um venjulegt fólk í Reykjavík og gerist í nútímanum. Þá eigi margir að geta tengt við kringumstæðurnar sem komi fram í kvikmyndinni. Viðtalið við hópinn má sjá hér að ofan. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi og má sjá stiklu úr myndinni hér að neðan.
Menning Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira