Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 13:01 Þyrlur gæslunnar koma á Landspítalann með sex slasaða eftir bílslys í Öræfum. Flugvélin flutti svo fjóra, þar af einn úr öðru slysi, á spítalann. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri um klukkan tvö síðdegis í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hafa gengið mjög vel; fólkið var flutt til Reykjavíkur með tveimur þyrlum gæslunnar og eftirlitsflugvél. „Það bættist að vísu einn við því það varð annað umferðarslys seinnipartinn. Þannig að flugvélin flutti fjóra og þyrlurnar sex,“ segir Ásgeir. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Þetta sýni mikilvægi þess að hafa flugvélina einnig til taks, sem of oft sé erlendis. „Það er svosem ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa flugvélina heima í ríkari mæli. En auðvitað má ekki gleyma því að vera vélarinnar við landamæraeftirlit erlendis er auðvitað líka afar mikilvægt framlag Íslands við ytri landamæri Evrópu,“ segir Ásgeir. Þá er það afar fátítt að þrjú loftför gæslunnar séu nýtt í einu og sama útkallinu, að sögn Ásgeirs. „Þetta gerist í mesta lagi einu sinni á ári. Ég man eftir því að öll fjögur loftförin voru nýtt þegar varð rútuslys, ég held það hafi veirð í lok árs 2018, til þess að flytja slasaða. Þannig að þetta vissulega gerist, en sem betur fer er það ekki oft.“ Spánverji ók bílnum Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir tildrög slyssins til rannsóknar og ekkert fáist uppgefið um þau í bili. Þá hefur hann ekki fengið upplýsingar um líðan fólksins en það var allt með góð lífsmörk við flutning á sjúkrahús í gær. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum, ökumaður þess bíls er Spánverji, og Íslendingar í hinum. Enn á eftir að taka skýrslu af fólkinu en sex voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Oddur segir loftbrú Landhelgisgæslunnar hafi gefist afar vel - en starfsfólki bráðamóttökunnar í Reykjavík hafi þó vissulega brugðið að fá svo stóran hóp til sín í einu. Landhelgisgæslan Samgönguslys Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri um klukkan tvö síðdegis í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hafa gengið mjög vel; fólkið var flutt til Reykjavíkur með tveimur þyrlum gæslunnar og eftirlitsflugvél. „Það bættist að vísu einn við því það varð annað umferðarslys seinnipartinn. Þannig að flugvélin flutti fjóra og þyrlurnar sex,“ segir Ásgeir. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Þetta sýni mikilvægi þess að hafa flugvélina einnig til taks, sem of oft sé erlendis. „Það er svosem ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa flugvélina heima í ríkari mæli. En auðvitað má ekki gleyma því að vera vélarinnar við landamæraeftirlit erlendis er auðvitað líka afar mikilvægt framlag Íslands við ytri landamæri Evrópu,“ segir Ásgeir. Þá er það afar fátítt að þrjú loftför gæslunnar séu nýtt í einu og sama útkallinu, að sögn Ásgeirs. „Þetta gerist í mesta lagi einu sinni á ári. Ég man eftir því að öll fjögur loftförin voru nýtt þegar varð rútuslys, ég held það hafi veirð í lok árs 2018, til þess að flytja slasaða. Þannig að þetta vissulega gerist, en sem betur fer er það ekki oft.“ Spánverji ók bílnum Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir tildrög slyssins til rannsóknar og ekkert fáist uppgefið um þau í bili. Þá hefur hann ekki fengið upplýsingar um líðan fólksins en það var allt með góð lífsmörk við flutning á sjúkrahús í gær. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum, ökumaður þess bíls er Spánverji, og Íslendingar í hinum. Enn á eftir að taka skýrslu af fólkinu en sex voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Oddur segir loftbrú Landhelgisgæslunnar hafi gefist afar vel - en starfsfólki bráðamóttökunnar í Reykjavík hafi þó vissulega brugðið að fá svo stóran hóp til sín í einu.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira