Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 08:39 Walter Cunningham árið 2014. AP/Steven Senne Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48