Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 06:52 Mjög svo takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um stöðu faraldursins í Kína. AP/Andy Wong Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Bandaríkin, Bretland, Indland, Japan og nokkur Evrópulönd eru meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að grípa til aðgerða á landamærum sínum, ekki síst vegna skorts á gögnum frá Kína um smitfjölda, dauðsföll og þau afbrigði sem þar eru í dreifingu. Nokkrar áhyggjur eru uppi af því að ný afbrigði gætu borist þaðan, sem óvíst er hvernig svara bóluefnum. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að landamæraaðgerðir ríkjanna væru ekki byggðar á vísindalegum grunni og að sum ríki hefðu gengið óásættanlega langt í viðbrögðum sínum. Sakaði hún ríki um að misnota Covid í pólitískum tilgangi og að Kínverjar myndu grípa til viðeigandi gagnaðgerða. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar hins vegar þvert á móti algjörlega í takt við vísindin og þær miðuðu að því að stand vörð um lýðheilsu á sama tíma og kórónuveiran væri í sókn í Kína og skortur væri á gögnum þaðan um stöðu faraldursins og þau afbrigði sem væru að greinast. Price ítrekaði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að deila bóluefnabirgðum sínum með Kínverjum, sem hafa hingað til viljað halda sig við eigið bóluefni sem sérfræðingar segja ekki jafn gott og þau sem hafa verið þróuð á Vesturlöndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Bandaríkin, Bretland, Indland, Japan og nokkur Evrópulönd eru meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að grípa til aðgerða á landamærum sínum, ekki síst vegna skorts á gögnum frá Kína um smitfjölda, dauðsföll og þau afbrigði sem þar eru í dreifingu. Nokkrar áhyggjur eru uppi af því að ný afbrigði gætu borist þaðan, sem óvíst er hvernig svara bóluefnum. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að landamæraaðgerðir ríkjanna væru ekki byggðar á vísindalegum grunni og að sum ríki hefðu gengið óásættanlega langt í viðbrögðum sínum. Sakaði hún ríki um að misnota Covid í pólitískum tilgangi og að Kínverjar myndu grípa til viðeigandi gagnaðgerða. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar hins vegar þvert á móti algjörlega í takt við vísindin og þær miðuðu að því að stand vörð um lýðheilsu á sama tíma og kórónuveiran væri í sókn í Kína og skortur væri á gögnum þaðan um stöðu faraldursins og þau afbrigði sem væru að greinast. Price ítrekaði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að deila bóluefnabirgðum sínum með Kínverjum, sem hafa hingað til viljað halda sig við eigið bóluefni sem sérfræðingar segja ekki jafn gott og þau sem hafa verið þróuð á Vesturlöndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira