„Nú gefst ég upp“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 20:20 Eggert segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans en hann er þó ekki bjartsýnn. Samsett Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira