Gleðilegt Evrópuár! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2023 07:00 Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Aðild að ESB er ekki eitthvert eitt verkefni með upphafs og lokapunkti. Þetta er ekki eins og jarðgöng sem klárast þegar búið er að bora í gegn og ganga frá. Þetta er viðvarandi verkefni áskorana og tækifæra þar sem samvinna og samtal, oft ólíkra þjóða, er lykill að velgengi. Á stríðstímum er síðan verðugt að muna að viðskipti og varnir eru tvær hliðar á sama peningnum. Til að tryggja frið. Þess vegna lögðu forystumenn vestrænna lýðræðisríkja eftir seinni heimstyrjöldina áherslu á að byggja upp bæði varnar- og efnahagsbandalag í Evrópu. Þar liggja ræturnar. Viðreisn leggur áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, styrkja velferðarkerfið, tryggja viðskiptafrelsi og taka stærri skref í loftslagsmálum. Að við vinnum saman með öðrum þjóðum í markvissu samstarfi að friði, farsæld, öryggi og stöðugleika. Aðild að ESB er leið til að ná þessum markmiðum. Þurfum meiri aga í ríkisfjármálin En það kostar vandaðan undirbúning. Agi í ríkisfjármálum er líklega eitt snúnasta verkefnið. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að gera gott betur, hún ætlar að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn og skila ríkissjóði með halla til ársins 2027. Með vaxtagjöld nú sem þriðja stærsta útgjaldalið ríkissjóðs og hlutfallslega mestu vaxtagjöldin innan OECD. Vaxtagjöld sem gætu svo auðveldlega verið notuð í aðra hluti eins og eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Ef ráðist væri að rótum vandans og breytt um gjaldmiðil. Viðvarandi andúð ríkisstjórnarflokkana gagnvart ESB og Evru kann að markast af ótta við krefjandi og viðfangsmikið verkefni ef taka á upp Evru. Því aukinn agi í ríkisfjármálum og efnahagsstjórnun er nauðsynlegur. Það breytir ekki því að þessi leið er ekki óyfirstíganleg eins og Króatar hafa nú nýlega sýnt fram á. Heimatilbúin fákeppni Aðild að Evrópusambandinu er leið að markmiði sem getur tryggt efnahagslega sem félagslega velferð. En hún er einnig leið sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir að taka sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Hún ýtir undir gegnsæi, samkeppni og aðhald. Við sjáum að þar sem EES samningnum sleppir ríkir meiri fákeppni á markaði og í þjónustu. Með aðild að ESB opnast tækifæri sem getur sveigt okkur frá hinum heimasmíðaða veruleika fákeppni og sérgæslu. Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkar samkeppni og gríðarlegan kostnað sem síðan fylgir skorti á samkeppni. Fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði, eldsneytismarkaði eða í landbúnaði er ávallt neytendum og heimilum í landinu í óhag. Þetta þarf ekki að vera svona. Nú er rétti tíminn! Í áraraðir hefur verið sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða ESB, hvað þá taka stærri skref til að klára aðildarviðræður í umboði þjóðarinnar. Ég er ósammála því. Ungt fólk og þau sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum vilja meiri fyrirsjáanleika. Ef þau ætla á annað borð að starfa hér heima. Enda nóg komið af smáskammtalækningum og skammtímasjónarmiðum. Líka reglubundnum kreppum og dýfum þar sem lausn gömlu stjórnmálaflokkana virðist alltaf vera að færa vandann yfir á komandi kynslóðir. Í nýjum sem eldri umbúðum. Jafnvel með rauðri slaufu. Króatía er ágætt dæmi hvað hægt er að gera ef stjórnmálafólk setur mál á dagskrá og hefur þolinmæði og hugrekki til að fylgja því eftir. Þrátt fyrir klassískar úrtöluraddir og íhaldsmennsku. Pawel Bartoszek svaraði fólki í gær á Twitter sem segir upptöku Evru ekki var neina töfralausn og hún taki tíma. „Allt rétt“, segir Pawel. „En það að eitthvað taki tíma eru rök til að byrja strax að vinna í því, ekki að það taki því ekki“. Ég er sammála því. Það er ekki eftir neinu að bíða. Nú er tíminn. Gleðilegt Evrópuár! Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Aðild að ESB er ekki eitthvert eitt verkefni með upphafs og lokapunkti. Þetta er ekki eins og jarðgöng sem klárast þegar búið er að bora í gegn og ganga frá. Þetta er viðvarandi verkefni áskorana og tækifæra þar sem samvinna og samtal, oft ólíkra þjóða, er lykill að velgengi. Á stríðstímum er síðan verðugt að muna að viðskipti og varnir eru tvær hliðar á sama peningnum. Til að tryggja frið. Þess vegna lögðu forystumenn vestrænna lýðræðisríkja eftir seinni heimstyrjöldina áherslu á að byggja upp bæði varnar- og efnahagsbandalag í Evrópu. Þar liggja ræturnar. Viðreisn leggur áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, styrkja velferðarkerfið, tryggja viðskiptafrelsi og taka stærri skref í loftslagsmálum. Að við vinnum saman með öðrum þjóðum í markvissu samstarfi að friði, farsæld, öryggi og stöðugleika. Aðild að ESB er leið til að ná þessum markmiðum. Þurfum meiri aga í ríkisfjármálin En það kostar vandaðan undirbúning. Agi í ríkisfjármálum er líklega eitt snúnasta verkefnið. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að gera gott betur, hún ætlar að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn og skila ríkissjóði með halla til ársins 2027. Með vaxtagjöld nú sem þriðja stærsta útgjaldalið ríkissjóðs og hlutfallslega mestu vaxtagjöldin innan OECD. Vaxtagjöld sem gætu svo auðveldlega verið notuð í aðra hluti eins og eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Ef ráðist væri að rótum vandans og breytt um gjaldmiðil. Viðvarandi andúð ríkisstjórnarflokkana gagnvart ESB og Evru kann að markast af ótta við krefjandi og viðfangsmikið verkefni ef taka á upp Evru. Því aukinn agi í ríkisfjármálum og efnahagsstjórnun er nauðsynlegur. Það breytir ekki því að þessi leið er ekki óyfirstíganleg eins og Króatar hafa nú nýlega sýnt fram á. Heimatilbúin fákeppni Aðild að Evrópusambandinu er leið að markmiði sem getur tryggt efnahagslega sem félagslega velferð. En hún er einnig leið sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir að taka sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Hún ýtir undir gegnsæi, samkeppni og aðhald. Við sjáum að þar sem EES samningnum sleppir ríkir meiri fákeppni á markaði og í þjónustu. Með aðild að ESB opnast tækifæri sem getur sveigt okkur frá hinum heimasmíðaða veruleika fákeppni og sérgæslu. Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkar samkeppni og gríðarlegan kostnað sem síðan fylgir skorti á samkeppni. Fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði, eldsneytismarkaði eða í landbúnaði er ávallt neytendum og heimilum í landinu í óhag. Þetta þarf ekki að vera svona. Nú er rétti tíminn! Í áraraðir hefur verið sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða ESB, hvað þá taka stærri skref til að klára aðildarviðræður í umboði þjóðarinnar. Ég er ósammála því. Ungt fólk og þau sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum vilja meiri fyrirsjáanleika. Ef þau ætla á annað borð að starfa hér heima. Enda nóg komið af smáskammtalækningum og skammtímasjónarmiðum. Líka reglubundnum kreppum og dýfum þar sem lausn gömlu stjórnmálaflokkana virðist alltaf vera að færa vandann yfir á komandi kynslóðir. Í nýjum sem eldri umbúðum. Jafnvel með rauðri slaufu. Króatía er ágætt dæmi hvað hægt er að gera ef stjórnmálafólk setur mál á dagskrá og hefur þolinmæði og hugrekki til að fylgja því eftir. Þrátt fyrir klassískar úrtöluraddir og íhaldsmennsku. Pawel Bartoszek svaraði fólki í gær á Twitter sem segir upptöku Evru ekki var neina töfralausn og hún taki tíma. „Allt rétt“, segir Pawel. „En það að eitthvað taki tíma eru rök til að byrja strax að vinna í því, ekki að það taki því ekki“. Ég er sammála því. Það er ekki eftir neinu að bíða. Nú er tíminn. Gleðilegt Evrópuár! Höfundur er formaður Viðreisnar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun