„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. janúar 2023 21:22 Sirrý Arnardóttir hefur fengið mikil viðbrögð við færslu þar sem hún furðar sig á því að algjörlega vanhæfir bílstjórar fái að leigja bíl hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. „Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður. Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira
„Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður.
Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira