Enski boltinn

„Við erum ekki að spila Monopoly“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Klopp segir mikilvægara að vinna með leikmönnum félagsins en að kaupa inn nýja.
Klopp segir mikilvægara að vinna með leikmönnum félagsins en að kaupa inn nýja. Cristiano Mazzi/Eurasia Sport Images/Getty Images

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ýjaði að því á blaðamannafundi að frekari viðskipta sé ekki að vænta hjá félaginu í janúar. Liðið festi kaup á Cody Gakpo frá PSV í upphafi gluggans.

Liverpool keypti Gakpo á um 40 milljónir punda frá PSV Eindhoven í Hollandi en Gakpo hefur farið mikinn með liðinu á yfirstandandi leiktíð. Hann var þá einnig öflugur með hollenska landsliðinu á HM.

„Ég vil ekki valda neinum vonbrigðum, en við vorum að kaupa framúrskarandi leikmann í Cody Gakpo og það fyrsta sem maður les er: Hver er næstur?“ segir Klopp sem segist hins vegar skilur ekkert í því hversu mikil pressa er sett á stanslaus leikmannakaup.

„[Fólk lætur] Eins og við myndum ekki ná í lið. Það eru aðrir leikmenn þarna úti en við erum ekki að spila Monopoly, ég skil þetta ekki,“

„Auðvitað getum við ekki eytt endalausum fjárhæðum og höfum aldrei getað það,“ segir Klopp.

Klopp segir mikilvægt að sýna leikmönnum félagsins traust. Honum þyki mikilvægara að vinna með leikmönnum sem séu hjá liðinu, fremur en að skipta þeim stanslaust út.

„Það er stór hluti minnar hugmyndafræði að vinna vel, með trú og trausti, með þeim leikmönnum sem eru hjá félaginu. En ekki setja stanslaust spurningamerki við þá með því að segjast þurfa annan leikmann í þeirra stöðu,“ segir Klopp.

Ólíkleg er að Gakpo spili sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag vegna atvinnuleyfismála. Liverpool mætir Brentford í Lundúnum klukkan 17:30 í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×