Skrifstofa varaforsetaembættis Brasilíu hefur gefið út tilkynningu um að varaforsetinn fari nú með forsetavaldið í landinu. Gefur þetta til kynna að Bolsonaro hafi komið sér úr landi og hafi í hyggju að sniðganga innsetningarathöfn Lula da Silva á morgun. Hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé viðstaddur innsetningarathöfn verðandi forseta og afhendi honum forsetabrjóstborða.
Samkvæmt ratsjám sem fylgjast flugferðum lenti flugvél forsetans í Orlando í Bandaríkjunum í gær.
Bolsonaro hefur ítrekað gefið það út að hann muni ekki færa Lula forsetaborðann. Hann ávarapði stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann hélt úr landi. Þar fjallaði hann um afrek sín á forsetastóli og hvatti stuðningsmenn sína til að halda sinni baráttu gegn Lula áfram.