Jóhann Þór um mögulegar breytingar á leikmannahópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. desember 2022 21:00 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað. Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni. Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni.
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10