Endaði í fanginu á Pelé: „Þykir mjög vænt um þessa mynd“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2022 07:01 Hafþór Theodórsson í fanginu á sjálfum Pelé. MYNDASAFN JGK Þeir eru ekki margir sem eiga mynd af sér í fanginu á sjálfum Pelé. En Hafþór Theodórsson getur stært sig af því. Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum. Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum.
Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46
Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25
Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52