Örbirgð í auðugu landi Inga Sæland skrifar 29. desember 2022 14:02 Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það. Nú er öldin önnur og ekki nokkur leið að loka augnum fyrir því óréttlæti og þeim hörmungum sem þúsundir íslenskra barna mega þola í dag. Í gjörbreyttu samfélagi þar sem gildi og viðmið eru öll önnur en þegar ég var að alast upp. Þetta eru börn sem oft leggjast svöng á koddann á kvöldin þar sem fátæktin er slík að hver króna fer í að greiða græðgisvæddum leigufélögum fyrir húsaskjól á okurverði. Þetta eru börnin sem fá helst að borða hjá hjálparstofnunum sem reyna eftir fremsta megni að úthluta þeim mat. Hjálparstofnanir sem meiri hluti alþingismanna undir agavaldi ríkisstjórnarinnar sagði nei við að styrkja um 150 millj. króna fyrir jólin. Þetta eru börnin sem fara í jólaköttinn fá hvorki ný föt né nýja skó. Þetta er börnin sem eiga frekast á hættu að vera lögð í einelti, börnin sem fá engar tómstndir sem kosta peninga af því að þeir eru einfaldlega ekki til. Ég þarf ekki að tíunda frekar um það sem liggur í framtíð flestra þessara barna. Þið vitið það öll. Stjórnleysi, trúleysi, virðingarleysi er það sem svífur yfir vötnunum í dag. Stjórnvöld láta sér á sama standa þótt fólk eigi hvorki í sig né á. Sama þótt fólk eigi ekki í nein hús að vernda. Málin eru sett í nefnd. Með öðrum orðum, ábyrgðinni er fleygt út um gluggann. Þessir svo kölluðu valdhafar hafa hvorki visku né getu til að takast á við þau verkefni sem þau voru kjörin til að sinna. Ég hlýt að draga þá ályktun fremur en að halda að þessir einstaklingar séu mannvonskan holdi klædd. Eitt er þó alveg víst að öll þessi yfirgengilega fátækt, allt þetta vonleysi tug þúsunda Íslendinga er í boði stjórnvalda. Það er nöturlegt til þess að vita að Alþingi Íslendinga-æðsta stofnun þjóðarinnar skuli ekki sjá sóma sinn í því að rétta þeim hjálparhönd sem búa hér í sárri neyð, heldur þvert á móti múra en rammgerðari fátækragildru um þá sem þau voru kjörin til að vernda. Þetta er allt mannanna verk! Inga Sæland formaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það. Nú er öldin önnur og ekki nokkur leið að loka augnum fyrir því óréttlæti og þeim hörmungum sem þúsundir íslenskra barna mega þola í dag. Í gjörbreyttu samfélagi þar sem gildi og viðmið eru öll önnur en þegar ég var að alast upp. Þetta eru börn sem oft leggjast svöng á koddann á kvöldin þar sem fátæktin er slík að hver króna fer í að greiða græðgisvæddum leigufélögum fyrir húsaskjól á okurverði. Þetta eru börnin sem fá helst að borða hjá hjálparstofnunum sem reyna eftir fremsta megni að úthluta þeim mat. Hjálparstofnanir sem meiri hluti alþingismanna undir agavaldi ríkisstjórnarinnar sagði nei við að styrkja um 150 millj. króna fyrir jólin. Þetta eru börnin sem fara í jólaköttinn fá hvorki ný föt né nýja skó. Þetta er börnin sem eiga frekast á hættu að vera lögð í einelti, börnin sem fá engar tómstndir sem kosta peninga af því að þeir eru einfaldlega ekki til. Ég þarf ekki að tíunda frekar um það sem liggur í framtíð flestra þessara barna. Þið vitið það öll. Stjórnleysi, trúleysi, virðingarleysi er það sem svífur yfir vötnunum í dag. Stjórnvöld láta sér á sama standa þótt fólk eigi hvorki í sig né á. Sama þótt fólk eigi ekki í nein hús að vernda. Málin eru sett í nefnd. Með öðrum orðum, ábyrgðinni er fleygt út um gluggann. Þessir svo kölluðu valdhafar hafa hvorki visku né getu til að takast á við þau verkefni sem þau voru kjörin til að sinna. Ég hlýt að draga þá ályktun fremur en að halda að þessir einstaklingar séu mannvonskan holdi klædd. Eitt er þó alveg víst að öll þessi yfirgengilega fátækt, allt þetta vonleysi tug þúsunda Íslendinga er í boði stjórnvalda. Það er nöturlegt til þess að vita að Alþingi Íslendinga-æðsta stofnun þjóðarinnar skuli ekki sjá sóma sinn í því að rétta þeim hjálparhönd sem búa hér í sárri neyð, heldur þvert á móti múra en rammgerðari fátækragildru um þá sem þau voru kjörin til að vernda. Þetta er allt mannanna verk! Inga Sæland formaður Flokks fólksins
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun