„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 14:00 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikið álag alls staðar í heilbrigðiskerfinu um þessar mundir. Vísir/Egill Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri. Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52