Flóttamenn á Íslandi: Láta ekki sitt eftir liggja og bera höfuðið hátt Anh-Đào K. Trần og Atli Harðarson skrifar 29. desember 2022 12:30 Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Við skrifum þessa grein í tvennum tilgangi. Annars vegar viljum við upplýsa lesendur um flóttamenn frá Víetnam sem komu til landsins fyrir meira en fjörutíu árum og hafa síðan tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hins vegar viljum við brýna fyrir þeim sem fjalla um málefni flóttafólks að skoða íslenskan veruleika og forðast hugsunarlausar endurtekningar á því sem sagt er annars staðar. Íslenska ríkið tók fyrst við hópi flóttamanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir komu frá Ungverjalandi. Næsti hópur flóttamanna kom ekki fyrr en 1979 þegar 34 einstaklingar frá Víetnam fluttust hingað. Fólkið flúði af ýmsum ástæðum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1975. Sumir sem börðust á móti kommúnistum óttuðust hefndaraðgerðir þeirra eftir að þeir náðu öllu landinu á sitt vald. Sumir höfðu verið hraktir frá heimilum sínum og þvingaðir til að fara í „endurmenntunabúðir“ eða lifa við óbærileg kjör. Um 1990 komu svo fleiri hópar víetnamskra flóttamanna til landsins. Annar höfunda þessa greinarkorns, Anh-Đào, hefur rannsakað lífshlaup hópsins sem kom 1979. Sú rannsókn er hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og niðurstöður hafa birst á fræðilegum vettvangi. Í byrjun þurfti fólkið að takast á við töluverða erfiðleika því loftslag, tungumál og siðir voru ólík því sem það ólst upp við. Fyrst í stað kom líka nokkrum sinnum til átaka milli innfæddra Íslendinga og ungra karlmanna úr hópnum. Tilefnin gátu verið að þeir töluðu saman á eigin móðurmáli eða ræddu við íslenskar konur á skemmtistöðum. Nokkrum sinnum voru þeir líka áreittir með athæfi sem vitað var að Víetnömum þótti móðgandi. Slíkar ýfingar voru undantekningar frá samskiptum sem voru og eru góð. Þegar hópurinn kom árið 1979 var nokkuð rætt um það í íslenskum fjölmiðlum að fólki frá svo fjarlægu landi gætu fylgt vandamál. Nú er löngu ljóst að þær áhyggjur voru ástæðulausar. Rúmlega fjögurra áratuga saga sýnir að atvinnuþátttaka er mikil, fólkinu þykir vænt um Ísland, niðjar þess eiga íslensku að móðurmáli og hafa, eins og aðrir landsmenn, margvísleg hugðarefni og hæfileika. Þegar rætt var við fólkið um ástæður flóttans frá Víetnam kom á daginn að gildin sem skiptu það máli voru síður en svo framandleg. Viðmælendur ræddu einkum um frelsi, sjálfsvirðingu og öryggi. Eftifarandi tilvitnun í viðtal sem Anh-Đào tók við einn úr hópnum gefur ofulitla innsýn í veruleikann sem mætti honum eftir komuna til Íslands: „Án sjálfsvirðingar er maður ekkert. Ég er að tala um minnimáttarkenndina sem ég fann fyrir sem útlendingur. Mér fannst sem fólk liti á okkur sem byrði á samfélaginu og við yrðum að sanna að við værum það ekki. Við öfluðum okkur samt menntunar, stóðum okkur í vinnu og greiddum skatta rétt eins og innfæddir.“ Þetta reyndi á þolrifin. Þegar litið er um öxl er samt ljóst að flóttamennirnir sem komu fyrir rúmum 40 árum hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eru virkir borgarar sem vinna samfélagi sínu gagn og bera höfuðið hátt. Hluti erfiðleikanna sem tæpt er á í tilvitnuninni hér að ofan stafaði af því hvað viðmælanda þótti um viðhorf innfæddra. Ummæli hans minna okkur á að leggja ekki steina í götu fólks með fáfræði og fordómum. Vonandi þarf ekki að minna lesendur á að flóttamenn eru einstaklingar með mannlegar þarfir en ekki fulltrúar framandi menningar. Það sem aðgreinir fólk frá ólíkum heimshlutum er flest heldur yfirborðslegt í samanburði við það sem er sameiginlegt. Hvað sem líður þörf ríkisins á að snúa fólki til baka sem leitar hér landvistar er að minnsta kosti óþarfi að sýna því lítilsvirðingu með órökstuddum dómum um að það sé líklegt til vandræða. Höfundar starfa báðir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Atli Harðarson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Við skrifum þessa grein í tvennum tilgangi. Annars vegar viljum við upplýsa lesendur um flóttamenn frá Víetnam sem komu til landsins fyrir meira en fjörutíu árum og hafa síðan tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hins vegar viljum við brýna fyrir þeim sem fjalla um málefni flóttafólks að skoða íslenskan veruleika og forðast hugsunarlausar endurtekningar á því sem sagt er annars staðar. Íslenska ríkið tók fyrst við hópi flóttamanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir komu frá Ungverjalandi. Næsti hópur flóttamanna kom ekki fyrr en 1979 þegar 34 einstaklingar frá Víetnam fluttust hingað. Fólkið flúði af ýmsum ástæðum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1975. Sumir sem börðust á móti kommúnistum óttuðust hefndaraðgerðir þeirra eftir að þeir náðu öllu landinu á sitt vald. Sumir höfðu verið hraktir frá heimilum sínum og þvingaðir til að fara í „endurmenntunabúðir“ eða lifa við óbærileg kjör. Um 1990 komu svo fleiri hópar víetnamskra flóttamanna til landsins. Annar höfunda þessa greinarkorns, Anh-Đào, hefur rannsakað lífshlaup hópsins sem kom 1979. Sú rannsókn er hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og niðurstöður hafa birst á fræðilegum vettvangi. Í byrjun þurfti fólkið að takast á við töluverða erfiðleika því loftslag, tungumál og siðir voru ólík því sem það ólst upp við. Fyrst í stað kom líka nokkrum sinnum til átaka milli innfæddra Íslendinga og ungra karlmanna úr hópnum. Tilefnin gátu verið að þeir töluðu saman á eigin móðurmáli eða ræddu við íslenskar konur á skemmtistöðum. Nokkrum sinnum voru þeir líka áreittir með athæfi sem vitað var að Víetnömum þótti móðgandi. Slíkar ýfingar voru undantekningar frá samskiptum sem voru og eru góð. Þegar hópurinn kom árið 1979 var nokkuð rætt um það í íslenskum fjölmiðlum að fólki frá svo fjarlægu landi gætu fylgt vandamál. Nú er löngu ljóst að þær áhyggjur voru ástæðulausar. Rúmlega fjögurra áratuga saga sýnir að atvinnuþátttaka er mikil, fólkinu þykir vænt um Ísland, niðjar þess eiga íslensku að móðurmáli og hafa, eins og aðrir landsmenn, margvísleg hugðarefni og hæfileika. Þegar rætt var við fólkið um ástæður flóttans frá Víetnam kom á daginn að gildin sem skiptu það máli voru síður en svo framandleg. Viðmælendur ræddu einkum um frelsi, sjálfsvirðingu og öryggi. Eftifarandi tilvitnun í viðtal sem Anh-Đào tók við einn úr hópnum gefur ofulitla innsýn í veruleikann sem mætti honum eftir komuna til Íslands: „Án sjálfsvirðingar er maður ekkert. Ég er að tala um minnimáttarkenndina sem ég fann fyrir sem útlendingur. Mér fannst sem fólk liti á okkur sem byrði á samfélaginu og við yrðum að sanna að við værum það ekki. Við öfluðum okkur samt menntunar, stóðum okkur í vinnu og greiddum skatta rétt eins og innfæddir.“ Þetta reyndi á þolrifin. Þegar litið er um öxl er samt ljóst að flóttamennirnir sem komu fyrir rúmum 40 árum hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eru virkir borgarar sem vinna samfélagi sínu gagn og bera höfuðið hátt. Hluti erfiðleikanna sem tæpt er á í tilvitnuninni hér að ofan stafaði af því hvað viðmælanda þótti um viðhorf innfæddra. Ummæli hans minna okkur á að leggja ekki steina í götu fólks með fáfræði og fordómum. Vonandi þarf ekki að minna lesendur á að flóttamenn eru einstaklingar með mannlegar þarfir en ekki fulltrúar framandi menningar. Það sem aðgreinir fólk frá ólíkum heimshlutum er flest heldur yfirborðslegt í samanburði við það sem er sameiginlegt. Hvað sem líður þörf ríkisins á að snúa fólki til baka sem leitar hér landvistar er að minnsta kosti óþarfi að sýna því lítilsvirðingu með órökstuddum dómum um að það sé líklegt til vandræða. Höfundar starfa báðir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar