Flóttamenn á Íslandi: Láta ekki sitt eftir liggja og bera höfuðið hátt Anh-Đào K. Trần og Atli Harðarson skrifar 29. desember 2022 12:30 Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Við skrifum þessa grein í tvennum tilgangi. Annars vegar viljum við upplýsa lesendur um flóttamenn frá Víetnam sem komu til landsins fyrir meira en fjörutíu árum og hafa síðan tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hins vegar viljum við brýna fyrir þeim sem fjalla um málefni flóttafólks að skoða íslenskan veruleika og forðast hugsunarlausar endurtekningar á því sem sagt er annars staðar. Íslenska ríkið tók fyrst við hópi flóttamanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir komu frá Ungverjalandi. Næsti hópur flóttamanna kom ekki fyrr en 1979 þegar 34 einstaklingar frá Víetnam fluttust hingað. Fólkið flúði af ýmsum ástæðum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1975. Sumir sem börðust á móti kommúnistum óttuðust hefndaraðgerðir þeirra eftir að þeir náðu öllu landinu á sitt vald. Sumir höfðu verið hraktir frá heimilum sínum og þvingaðir til að fara í „endurmenntunabúðir“ eða lifa við óbærileg kjör. Um 1990 komu svo fleiri hópar víetnamskra flóttamanna til landsins. Annar höfunda þessa greinarkorns, Anh-Đào, hefur rannsakað lífshlaup hópsins sem kom 1979. Sú rannsókn er hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og niðurstöður hafa birst á fræðilegum vettvangi. Í byrjun þurfti fólkið að takast á við töluverða erfiðleika því loftslag, tungumál og siðir voru ólík því sem það ólst upp við. Fyrst í stað kom líka nokkrum sinnum til átaka milli innfæddra Íslendinga og ungra karlmanna úr hópnum. Tilefnin gátu verið að þeir töluðu saman á eigin móðurmáli eða ræddu við íslenskar konur á skemmtistöðum. Nokkrum sinnum voru þeir líka áreittir með athæfi sem vitað var að Víetnömum þótti móðgandi. Slíkar ýfingar voru undantekningar frá samskiptum sem voru og eru góð. Þegar hópurinn kom árið 1979 var nokkuð rætt um það í íslenskum fjölmiðlum að fólki frá svo fjarlægu landi gætu fylgt vandamál. Nú er löngu ljóst að þær áhyggjur voru ástæðulausar. Rúmlega fjögurra áratuga saga sýnir að atvinnuþátttaka er mikil, fólkinu þykir vænt um Ísland, niðjar þess eiga íslensku að móðurmáli og hafa, eins og aðrir landsmenn, margvísleg hugðarefni og hæfileika. Þegar rætt var við fólkið um ástæður flóttans frá Víetnam kom á daginn að gildin sem skiptu það máli voru síður en svo framandleg. Viðmælendur ræddu einkum um frelsi, sjálfsvirðingu og öryggi. Eftifarandi tilvitnun í viðtal sem Anh-Đào tók við einn úr hópnum gefur ofulitla innsýn í veruleikann sem mætti honum eftir komuna til Íslands: „Án sjálfsvirðingar er maður ekkert. Ég er að tala um minnimáttarkenndina sem ég fann fyrir sem útlendingur. Mér fannst sem fólk liti á okkur sem byrði á samfélaginu og við yrðum að sanna að við værum það ekki. Við öfluðum okkur samt menntunar, stóðum okkur í vinnu og greiddum skatta rétt eins og innfæddir.“ Þetta reyndi á þolrifin. Þegar litið er um öxl er samt ljóst að flóttamennirnir sem komu fyrir rúmum 40 árum hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eru virkir borgarar sem vinna samfélagi sínu gagn og bera höfuðið hátt. Hluti erfiðleikanna sem tæpt er á í tilvitnuninni hér að ofan stafaði af því hvað viðmælanda þótti um viðhorf innfæddra. Ummæli hans minna okkur á að leggja ekki steina í götu fólks með fáfræði og fordómum. Vonandi þarf ekki að minna lesendur á að flóttamenn eru einstaklingar með mannlegar þarfir en ekki fulltrúar framandi menningar. Það sem aðgreinir fólk frá ólíkum heimshlutum er flest heldur yfirborðslegt í samanburði við það sem er sameiginlegt. Hvað sem líður þörf ríkisins á að snúa fólki til baka sem leitar hér landvistar er að minnsta kosti óþarfi að sýna því lítilsvirðingu með órökstuddum dómum um að það sé líklegt til vandræða. Höfundar starfa báðir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Atli Harðarson Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Við skrifum þessa grein í tvennum tilgangi. Annars vegar viljum við upplýsa lesendur um flóttamenn frá Víetnam sem komu til landsins fyrir meira en fjörutíu árum og hafa síðan tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hins vegar viljum við brýna fyrir þeim sem fjalla um málefni flóttafólks að skoða íslenskan veruleika og forðast hugsunarlausar endurtekningar á því sem sagt er annars staðar. Íslenska ríkið tók fyrst við hópi flóttamanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir komu frá Ungverjalandi. Næsti hópur flóttamanna kom ekki fyrr en 1979 þegar 34 einstaklingar frá Víetnam fluttust hingað. Fólkið flúði af ýmsum ástæðum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1975. Sumir sem börðust á móti kommúnistum óttuðust hefndaraðgerðir þeirra eftir að þeir náðu öllu landinu á sitt vald. Sumir höfðu verið hraktir frá heimilum sínum og þvingaðir til að fara í „endurmenntunabúðir“ eða lifa við óbærileg kjör. Um 1990 komu svo fleiri hópar víetnamskra flóttamanna til landsins. Annar höfunda þessa greinarkorns, Anh-Đào, hefur rannsakað lífshlaup hópsins sem kom 1979. Sú rannsókn er hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og niðurstöður hafa birst á fræðilegum vettvangi. Í byrjun þurfti fólkið að takast á við töluverða erfiðleika því loftslag, tungumál og siðir voru ólík því sem það ólst upp við. Fyrst í stað kom líka nokkrum sinnum til átaka milli innfæddra Íslendinga og ungra karlmanna úr hópnum. Tilefnin gátu verið að þeir töluðu saman á eigin móðurmáli eða ræddu við íslenskar konur á skemmtistöðum. Nokkrum sinnum voru þeir líka áreittir með athæfi sem vitað var að Víetnömum þótti móðgandi. Slíkar ýfingar voru undantekningar frá samskiptum sem voru og eru góð. Þegar hópurinn kom árið 1979 var nokkuð rætt um það í íslenskum fjölmiðlum að fólki frá svo fjarlægu landi gætu fylgt vandamál. Nú er löngu ljóst að þær áhyggjur voru ástæðulausar. Rúmlega fjögurra áratuga saga sýnir að atvinnuþátttaka er mikil, fólkinu þykir vænt um Ísland, niðjar þess eiga íslensku að móðurmáli og hafa, eins og aðrir landsmenn, margvísleg hugðarefni og hæfileika. Þegar rætt var við fólkið um ástæður flóttans frá Víetnam kom á daginn að gildin sem skiptu það máli voru síður en svo framandleg. Viðmælendur ræddu einkum um frelsi, sjálfsvirðingu og öryggi. Eftifarandi tilvitnun í viðtal sem Anh-Đào tók við einn úr hópnum gefur ofulitla innsýn í veruleikann sem mætti honum eftir komuna til Íslands: „Án sjálfsvirðingar er maður ekkert. Ég er að tala um minnimáttarkenndina sem ég fann fyrir sem útlendingur. Mér fannst sem fólk liti á okkur sem byrði á samfélaginu og við yrðum að sanna að við værum það ekki. Við öfluðum okkur samt menntunar, stóðum okkur í vinnu og greiddum skatta rétt eins og innfæddir.“ Þetta reyndi á þolrifin. Þegar litið er um öxl er samt ljóst að flóttamennirnir sem komu fyrir rúmum 40 árum hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eru virkir borgarar sem vinna samfélagi sínu gagn og bera höfuðið hátt. Hluti erfiðleikanna sem tæpt er á í tilvitnuninni hér að ofan stafaði af því hvað viðmælanda þótti um viðhorf innfæddra. Ummæli hans minna okkur á að leggja ekki steina í götu fólks með fáfræði og fordómum. Vonandi þarf ekki að minna lesendur á að flóttamenn eru einstaklingar með mannlegar þarfir en ekki fulltrúar framandi menningar. Það sem aðgreinir fólk frá ólíkum heimshlutum er flest heldur yfirborðslegt í samanburði við það sem er sameiginlegt. Hvað sem líður þörf ríkisins á að snúa fólki til baka sem leitar hér landvistar er að minnsta kosti óþarfi að sýna því lítilsvirðingu með órökstuddum dómum um að það sé líklegt til vandræða. Höfundar starfa báðir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun