Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 08:49 Ekki er ljóst hvernig George Santos átti allt í einu meira en hundrað milljónir króna til að lána framboði sínu. Hann var nýlega borinn út fyrir að hafa ekki greitt leigu upp á þúsundir dollara. AP/Mary Altaffer Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. George Santos, verðandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá New York, varð uppvís að því að ljúga til um nær allt á ferilskrá sinni fyrr í þessum mánuði. Hann sagðist þannig ranglega hafa unnið fyrir stórar fjármálastofnanir á Wall Street og laug um menntun sína. Svo virðist sem að Santos hafi einnig gerst sekur um smástuld í Brasilíu. Þá sagðist Santos vera gyðingur og vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar í kosningabaráttunni. Eftir að í ljós kom að það væri rangt sagðist Santos hafa átt við að hann væri „gyðingslegur“ (e. Jew-ish) en ekki gyðingur (e. Jewish). New York Times, sem afhjúpaði blekkingar Santos en þó ekki fyrr en eftir kosningar, segir nú að alríkissaksóknarar og saksóknarar í Nassau-sýslu rannsaki nú þingmannsefnið. Alríkisrannsóknin beinist að minnsta kosti að hluta til að fjármálum Santos. Anne Donnely, umdæmissaksóknari í Nassau, segir lygar Santos sláandi. „Enginn er hafinn yfir lögin og ef glæpur var framinn í þessari sýslu munum við sækja til saka vegna hans,“ sagði Donnely sem er sjálf repúblikani. Auðgaðist skyndilega á óútskýrðan hátt Fjöldi spurninga hefur vaknað um fjármál Santos sem honum hefur gengið illa að svara. Santos lánaði framboði sínu 700.000 dollara, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Féð segist hann hafa fengið í gegnum fyrirtæki í sinni eigu sem tengir saman fjárfesta og seljendur eigna en upplýsingar um fjármál þess eru af skornum skammti. AP-fréttastofan segir að Santos virðist hafa auðgast á afar skömmum tíma eftir að hafa átt í fjárhagskröggum. Santos hafi þannig nýlega verið borinn út og skuldað þúsundir dollara í leigu. Santos hefur viðurkennt að hafa logið til um starfs- og námsferil sinn en lýst þeim lygum sem hefðbundinni fegrun á ferilskrá sem margir stundi. Hann þverneitar að segja af sér. Að óbreyttu sver Santos embættiseið og tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag. Kallað hefur verið eftir því að siðanefnd þingsins og dómsmálaráðuneytið rannsaki hann. Repúblikanar hafa að mestu þagað um mál Santos. Einhverjir þeirra hafa gagnrýnt lygarnar án þess að hvetja hann til að segja af sér vegna þeirra. „Ég tel að það þurfi ítarlega rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar og löggæslustofnana ef þörf er á,“ sagði Nick Lalota, annar nýkjörinn þingmaður repúblikana á Long Island í New York. „Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá“ Þá fékk Santos töluverða útreið þegar hann mætti í viðtal á Fox-sjónvarpsstöðinni á þriðjudagskvöld. Tulsi Gabbard, fyrrverandi þingkona frá Havaí, sem leysti af Tucker Carlson sem yfirleitt stýrir þættinum, sakaði Santos um að taka málinu ekki alvarlega. „Þú hefur beðist afsökunar, þú hefur sagst hafa gert mistök en þú laugst blákalt. Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá,“ sagði Gabbard. „Sjáðu til, ég er sammála þér. Við getum rökrætt ferilskrá mína og hvernig ég vann fyrir fyrirtæki eins og-,“ sagði Santos áður en Gabbard greip fram í fyrir honum. „Er það til rökræðu? Eða er það bara rangt?“ „Nei, það er alls ekki rangt. Það er hægt að rökræða það,“ sagði Santos. "These are blatant lies and it draws into question how your constituents and the American people can believe anything you may say on the floor of the House -- Tulsi Gabbard actually did an impressive job grilling George Santos, who was clearly flustered pic.twitter.com/o5Ps6CdWKf— Aaron Rupar (@atrupar) December 28, 2022 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
George Santos, verðandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá New York, varð uppvís að því að ljúga til um nær allt á ferilskrá sinni fyrr í þessum mánuði. Hann sagðist þannig ranglega hafa unnið fyrir stórar fjármálastofnanir á Wall Street og laug um menntun sína. Svo virðist sem að Santos hafi einnig gerst sekur um smástuld í Brasilíu. Þá sagðist Santos vera gyðingur og vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar í kosningabaráttunni. Eftir að í ljós kom að það væri rangt sagðist Santos hafa átt við að hann væri „gyðingslegur“ (e. Jew-ish) en ekki gyðingur (e. Jewish). New York Times, sem afhjúpaði blekkingar Santos en þó ekki fyrr en eftir kosningar, segir nú að alríkissaksóknarar og saksóknarar í Nassau-sýslu rannsaki nú þingmannsefnið. Alríkisrannsóknin beinist að minnsta kosti að hluta til að fjármálum Santos. Anne Donnely, umdæmissaksóknari í Nassau, segir lygar Santos sláandi. „Enginn er hafinn yfir lögin og ef glæpur var framinn í þessari sýslu munum við sækja til saka vegna hans,“ sagði Donnely sem er sjálf repúblikani. Auðgaðist skyndilega á óútskýrðan hátt Fjöldi spurninga hefur vaknað um fjármál Santos sem honum hefur gengið illa að svara. Santos lánaði framboði sínu 700.000 dollara, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Féð segist hann hafa fengið í gegnum fyrirtæki í sinni eigu sem tengir saman fjárfesta og seljendur eigna en upplýsingar um fjármál þess eru af skornum skammti. AP-fréttastofan segir að Santos virðist hafa auðgast á afar skömmum tíma eftir að hafa átt í fjárhagskröggum. Santos hafi þannig nýlega verið borinn út og skuldað þúsundir dollara í leigu. Santos hefur viðurkennt að hafa logið til um starfs- og námsferil sinn en lýst þeim lygum sem hefðbundinni fegrun á ferilskrá sem margir stundi. Hann þverneitar að segja af sér. Að óbreyttu sver Santos embættiseið og tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag. Kallað hefur verið eftir því að siðanefnd þingsins og dómsmálaráðuneytið rannsaki hann. Repúblikanar hafa að mestu þagað um mál Santos. Einhverjir þeirra hafa gagnrýnt lygarnar án þess að hvetja hann til að segja af sér vegna þeirra. „Ég tel að það þurfi ítarlega rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar og löggæslustofnana ef þörf er á,“ sagði Nick Lalota, annar nýkjörinn þingmaður repúblikana á Long Island í New York. „Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá“ Þá fékk Santos töluverða útreið þegar hann mætti í viðtal á Fox-sjónvarpsstöðinni á þriðjudagskvöld. Tulsi Gabbard, fyrrverandi þingkona frá Havaí, sem leysti af Tucker Carlson sem yfirleitt stýrir þættinum, sakaði Santos um að taka málinu ekki alvarlega. „Þú hefur beðist afsökunar, þú hefur sagst hafa gert mistök en þú laugst blákalt. Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá,“ sagði Gabbard. „Sjáðu til, ég er sammála þér. Við getum rökrætt ferilskrá mína og hvernig ég vann fyrir fyrirtæki eins og-,“ sagði Santos áður en Gabbard greip fram í fyrir honum. „Er það til rökræðu? Eða er það bara rangt?“ „Nei, það er alls ekki rangt. Það er hægt að rökræða það,“ sagði Santos. "These are blatant lies and it draws into question how your constituents and the American people can believe anything you may say on the floor of the House -- Tulsi Gabbard actually did an impressive job grilling George Santos, who was clearly flustered pic.twitter.com/o5Ps6CdWKf— Aaron Rupar (@atrupar) December 28, 2022
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19