34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2022 07:06 Snjó hefur kyngt niður og frostið farið í 45 stig. AP/The Buffalo News/Joseph Cooke Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum. Bandaríkin Veður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum.
Bandaríkin Veður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira