Frí Hagstofunnar kosti skattgreiðendur hátt í 25 milljónir króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 18:59 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur frí Hagstofunnar milli jóla og nýars ekki geta orðið fordæmisgefandi. Hrafnhildur Arnkelsdóttir Hagstofustjóri segir hins vegar að starfsfólk stofnunarinnar hafi unnið fyrir fríinu. samsett/vísir Frí starfsfólks Hagstofunnar milli jóla og nýárs kostar skattgreiðendur milli 20 og 25 milljónir króna. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga. Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga.
Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira