Frí Hagstofunnar kosti skattgreiðendur hátt í 25 milljónir króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 18:59 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur frí Hagstofunnar milli jóla og nýars ekki geta orðið fordæmisgefandi. Hrafnhildur Arnkelsdóttir Hagstofustjóri segir hins vegar að starfsfólk stofnunarinnar hafi unnið fyrir fríinu. samsett/vísir Frí starfsfólks Hagstofunnar milli jóla og nýárs kostar skattgreiðendur milli 20 og 25 milljónir króna. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga. Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasta flugvél Play farin úr landi Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga.
Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasta flugvél Play farin úr landi Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum