Innlent

Rýmingu í Mýr­dal af­létt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Svona var umhorfs skammt frá Vík í Mýrdal fyrr í vikunni. 
Svona var umhorfs skammt frá Vík í Mýrdal fyrr í vikunni.  Landsbjörg

Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 

Í gær voru tvö hús að Höfðabrekku í Mýrdal rýmd vegna mögulegrar snjóflóðahættu. Húsin sem rýmd voru tilheyra bæði hóteli á svæðinu. Annað þeirra var gistirými og hitt þjónustuhús. Gestirnir sem þar dvöldu voru fluttir í annað húsnæði sem tilheyrir sama hóteli. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rýmingunni hefur verið aflétt. Þá er fólki bent á að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga því úrkoma á Suðurlandinu hefur verið það mikil að víða gæti verið hætta á að spýjur hlaupi fram, einkum í fjalllendi. 

Mikilvægt er fyrir þá sem ætla að ferðast um Suður- og Suðausturland að kynna sér upplýsingar um færð og veður og gæta þess að ökutæki sem farið er á séu búin til vetraraksturs. 


Tengdar fréttir

Rýma hús vegna snjóflóðahættu

Tvö hús að Höfðabrekku í Mýrdal, austan Víkur, voru rýmd um kvöldmatarleytið vegna mögulegrar snjóflóðahættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×