Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 08:51 George Santos segist einungis hafa ýkt ferilskrána sína. Getty/David Becker George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. New York Times greindi frá því fyrir viku síðan að margt af því sem Santos hélt fram að hafa gert yfir ævina væri hreinn uppspuni. Til dæmis laug hann um að hafa unnið hjá stærstu fyrirtækjum Wall Street, um að hafa rekið dýraskýli og úr hvaða háskóla hann útskrifaðist. Fjallað var ítarlega um þær lygar sem Santos var sakaður um hér á Vísi. Santos neitaði að að svara fyrirspurnum vegna málsins og deildi einungis yfirlýsingu frá lögfræðingi sínum til að byrja með þar sem New York Times var sakað um að reyna að grafa undan samkynhneigðum repúblikana af erlendum uppruna. Í gær, sex dögum síðar, tjáði Santos sig loks við New York Post og fleiri miðla um málið. Þar sagðist hann einungis hafa gerst sekur um að hafa ýkt nokkra hluti á ferilskránni sinni. Hann viðurkenndi að hafa logið um að hafa útskrifast úr háskóla og að hafa sagt misvísandi hluti um starfsferil hjá Citigroup og Goldman Sachs, tveimur af stærstu fyrirtækjum Wall Street. Þá hafði hann eitt sinni haldið því fram að hafa átt þrettán fasteignir en viðurkenndi nú að hann væri ekki réttmætur eigandi þeirra. Ekki Jewish heldur Jew-ish Santos hafði einnig verið gagnrýndur fyrir misvísandi upplýsingar um uppruna sinn. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Brasilíu en hann hefur einnig haldið því fram að hann eigi ættir að rekja til Evrópu. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná til gyðinga í Bandaríkjunum með því að halda fram að foreldrar móður hans hafi flutt til Brasilíu frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Útskýring Santos á þessum misskilning reyndist ansi kostuleg. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri gyðingur (Jewish). Ég er kaþólikki. En út af því að ég komst að því að móðurfjölskylda mín ætti ættir að rekja til gyðinga sagðist ég vera gyðinglegur (Jew-ish),“ sagði Santos við New York Post. Misskilninginn mátti útskýra með einu bandstriki sem erfitt er að átta sig á að sé til staðar í talmáli. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
New York Times greindi frá því fyrir viku síðan að margt af því sem Santos hélt fram að hafa gert yfir ævina væri hreinn uppspuni. Til dæmis laug hann um að hafa unnið hjá stærstu fyrirtækjum Wall Street, um að hafa rekið dýraskýli og úr hvaða háskóla hann útskrifaðist. Fjallað var ítarlega um þær lygar sem Santos var sakaður um hér á Vísi. Santos neitaði að að svara fyrirspurnum vegna málsins og deildi einungis yfirlýsingu frá lögfræðingi sínum til að byrja með þar sem New York Times var sakað um að reyna að grafa undan samkynhneigðum repúblikana af erlendum uppruna. Í gær, sex dögum síðar, tjáði Santos sig loks við New York Post og fleiri miðla um málið. Þar sagðist hann einungis hafa gerst sekur um að hafa ýkt nokkra hluti á ferilskránni sinni. Hann viðurkenndi að hafa logið um að hafa útskrifast úr háskóla og að hafa sagt misvísandi hluti um starfsferil hjá Citigroup og Goldman Sachs, tveimur af stærstu fyrirtækjum Wall Street. Þá hafði hann eitt sinni haldið því fram að hafa átt þrettán fasteignir en viðurkenndi nú að hann væri ekki réttmætur eigandi þeirra. Ekki Jewish heldur Jew-ish Santos hafði einnig verið gagnrýndur fyrir misvísandi upplýsingar um uppruna sinn. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Brasilíu en hann hefur einnig haldið því fram að hann eigi ættir að rekja til Evrópu. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná til gyðinga í Bandaríkjunum með því að halda fram að foreldrar móður hans hafi flutt til Brasilíu frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Útskýring Santos á þessum misskilning reyndist ansi kostuleg. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri gyðingur (Jewish). Ég er kaþólikki. En út af því að ég komst að því að móðurfjölskylda mín ætti ættir að rekja til gyðinga sagðist ég vera gyðinglegur (Jew-ish),“ sagði Santos við New York Post. Misskilninginn mátti útskýra með einu bandstriki sem erfitt er að átta sig á að sé til staðar í talmáli.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira