Segir skotmark Arsenal aðeins vera á eftir Mbappé og Vinicíus í sinni stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 13:45 Mykhaylo Mudryk [til vinstri] er eftirsóttur. Cathrin Mueller/Getty Images Darijo Srna, yfirmaður knattspyrnumála hjá Shakhtar Donetsk, telur Mykhailo Mudryk einn besta leikmann heims í sinni stöðu. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar. Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Shakhtar director of football Darijo Srna tells me any club wanting Mykhaylo Mudryk must spend "a lot, a lot, a lot of money." Shakhtar are saying publicly they want 100m. But, as previously reported, sources say privately they will entertain offers of 60m+. pic.twitter.com/cRAVU8NEgY— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 12, 2022 Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd. Money available to Arteta Mudryk top choice to fill Jesus void... ...but club will not pay 100m fee Cedric could leave@gunnerblog reveals Arsenal's plans for the January transfer window.https://t.co/mXjkYUgCrR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 26, 2022 Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar. Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Shakhtar director of football Darijo Srna tells me any club wanting Mykhaylo Mudryk must spend "a lot, a lot, a lot of money." Shakhtar are saying publicly they want 100m. But, as previously reported, sources say privately they will entertain offers of 60m+. pic.twitter.com/cRAVU8NEgY— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 12, 2022 Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd. Money available to Arteta Mudryk top choice to fill Jesus void... ...but club will not pay 100m fee Cedric could leave@gunnerblog reveals Arsenal's plans for the January transfer window.https://t.co/mXjkYUgCrR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 26, 2022 Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira