Er einhver eftir í Keflavík? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2022 07:00 Það eru ekki margir leikmenn eftir í meistaraflokki karla í fótbolta hjá Keflavík. Vísir/Diego Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð. Keflavík byrjaði á að tapa fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar síðasta sumar en rifu sig í kjölfarið upp og voru hársbreidd frá því að enda í efri hlutanum. Að loknum 22 leikjum var liðið með 28 stig og svo 37 stig að loknum 27 leikjum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þarf Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þau sem um leikmannakaup sjá í Keflavík að vera í yfirvinnu eftir áramót ætli liðið sér að vera samkeppnishæft næsta sumar. Sem stendur hafa níu leikmenn sem komu við sögu í Bestu deildinni 2022 yfirgefið liðið. pic.twitter.com/TPCaw80lbA— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) December 23, 2022 Adam Árni Róbertsson átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu en kom við sögu í flestum leikjum liðsins. Hann hefur samið við Þrótt Vogum í 2. deildinni. Adam Ægir Pálsson var einn besti leikmaður Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann er snúinn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni. Dani Hatakka var fastamaður í vörn liðsins, eins og kom fram hér að ofan er hann farinn í FH. Ivan Kaliuzhnyi, miðjumaður frá Úkraínu, kom aðeins við sögu í sex leikjum liðsins en Sigurður Ragnar bar honum vel söguna og sagði hann hafa breytt leik liðsins til hins betra. Framherjinn Joey Gibbs er farinn í Stjörnuna og vængmaðurinn Kian Williams er farinn til Kanada. Íslandsmeistarar Breiðabliks keyptu Færeyinginn fljúgandi, Patrik Johannesen, fyrir dágóða summu sem ætti að nýtast til að styrkja hópinn. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörðurinn spjaldaglaði, samdi við Öster sem spilar í sænsku B-deildinni. Jafnframt samdi Sindri Kristinn Ólafsson, aðalmarkvörður liðsins og einn af dyggustu þjónum Keflavíkur undanfarin ár, við FH. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikmannamálum Keflavíkur eftir áramót en það ætti að vera líf og fjör á skrifstofu knattspyrnudeildar þangað til Besta deildin fer af stað næsta vor. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira
Keflavík byrjaði á að tapa fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar síðasta sumar en rifu sig í kjölfarið upp og voru hársbreidd frá því að enda í efri hlutanum. Að loknum 22 leikjum var liðið með 28 stig og svo 37 stig að loknum 27 leikjum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þarf Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þau sem um leikmannakaup sjá í Keflavík að vera í yfirvinnu eftir áramót ætli liðið sér að vera samkeppnishæft næsta sumar. Sem stendur hafa níu leikmenn sem komu við sögu í Bestu deildinni 2022 yfirgefið liðið. pic.twitter.com/TPCaw80lbA— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) December 23, 2022 Adam Árni Róbertsson átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu en kom við sögu í flestum leikjum liðsins. Hann hefur samið við Þrótt Vogum í 2. deildinni. Adam Ægir Pálsson var einn besti leikmaður Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann er snúinn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni. Dani Hatakka var fastamaður í vörn liðsins, eins og kom fram hér að ofan er hann farinn í FH. Ivan Kaliuzhnyi, miðjumaður frá Úkraínu, kom aðeins við sögu í sex leikjum liðsins en Sigurður Ragnar bar honum vel söguna og sagði hann hafa breytt leik liðsins til hins betra. Framherjinn Joey Gibbs er farinn í Stjörnuna og vængmaðurinn Kian Williams er farinn til Kanada. Íslandsmeistarar Breiðabliks keyptu Færeyinginn fljúgandi, Patrik Johannesen, fyrir dágóða summu sem ætti að nýtast til að styrkja hópinn. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörðurinn spjaldaglaði, samdi við Öster sem spilar í sænsku B-deildinni. Jafnframt samdi Sindri Kristinn Ólafsson, aðalmarkvörður liðsins og einn af dyggustu þjónum Keflavíkur undanfarin ár, við FH. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikmannamálum Keflavíkur eftir áramót en það ætti að vera líf og fjör á skrifstofu knattspyrnudeildar þangað til Besta deildin fer af stað næsta vor.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira