„Ég er á allra síðustu stundu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. desember 2022 14:17 Þóroddur Ragnarsson segist hafa verið á allra síðustu stundu. Allt hafi þó blessast að lokum. Vísir/Vilhelm/Stöð2 Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag. Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir þennan mikla fjölda fólks hefðbundinn. Jólaverslunin hafi vel gengið í desember. „Við höfum náttúrulega lagt upp með það í Kringlunni að hér sé gott að koma og umhverfið allt sé hlýtt og notalegt. Þannig að okkur hefur gengið vel með það vegna þess að það má segja að hvert og eitt einasta mannsbarn á Íslandi hefur komið tæplega tvisvar sinnum í Kringluna í desember. Þannig eru tölurnar og við erum bara nokkuð lukkuleg með það,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að hljóðið hafi verið mjög gott í kaupmönnum eftir óvenjugott ár í fyrra. Árið 2021 hafi verið ein stærstu „kaupmannajól“ í manna minnum. Sigurjón Örn telur að það stefni í annað eins. „Verslun hefur kannski dreifst meira yfir á síðustu tvo mánuði ársins í kjölfar allra þessara tilboðsdrifnu viðburða í nóvember, þá er ákveðinn hluti jólaverslunar sem fer fram þá. En svo er alltaf bara ákveðinn hópur sem vill koma í hús og klára sína verslun í rólegheitum í desember.“ Fréttastofa ræddi við gesti og gangandi í Kringlunni í dag. Sumir voru á síðasta snúning en aðrir voru öllu rólegri: „Ég er á allra síðustu stundu, en ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar,“ sagði Þóroddur Ragnarsson og andaði léttar. Herbert Guðmundsson var á leið sinni að kaupa síðustu gjöfina þegar fréttastofa náði tali af honum í verslunarmiðstöðinni. „Maður getur náttúrulega ekki gert allt strax. Ég náttúrulega var að klára rosalega tónleikasyrpu, ég var á fjórtán tónleikum með Baggalúti og svo endaði ég núna með Emmsjé Gauta núna í Háskólabíói,“ sagði Herbert brattur. Verslun Jól Kringlan Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir þennan mikla fjölda fólks hefðbundinn. Jólaverslunin hafi vel gengið í desember. „Við höfum náttúrulega lagt upp með það í Kringlunni að hér sé gott að koma og umhverfið allt sé hlýtt og notalegt. Þannig að okkur hefur gengið vel með það vegna þess að það má segja að hvert og eitt einasta mannsbarn á Íslandi hefur komið tæplega tvisvar sinnum í Kringluna í desember. Þannig eru tölurnar og við erum bara nokkuð lukkuleg með það,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að hljóðið hafi verið mjög gott í kaupmönnum eftir óvenjugott ár í fyrra. Árið 2021 hafi verið ein stærstu „kaupmannajól“ í manna minnum. Sigurjón Örn telur að það stefni í annað eins. „Verslun hefur kannski dreifst meira yfir á síðustu tvo mánuði ársins í kjölfar allra þessara tilboðsdrifnu viðburða í nóvember, þá er ákveðinn hluti jólaverslunar sem fer fram þá. En svo er alltaf bara ákveðinn hópur sem vill koma í hús og klára sína verslun í rólegheitum í desember.“ Fréttastofa ræddi við gesti og gangandi í Kringlunni í dag. Sumir voru á síðasta snúning en aðrir voru öllu rólegri: „Ég er á allra síðustu stundu, en ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar,“ sagði Þóroddur Ragnarsson og andaði léttar. Herbert Guðmundsson var á leið sinni að kaupa síðustu gjöfina þegar fréttastofa náði tali af honum í verslunarmiðstöðinni. „Maður getur náttúrulega ekki gert allt strax. Ég náttúrulega var að klára rosalega tónleikasyrpu, ég var á fjórtán tónleikum með Baggalúti og svo endaði ég núna með Emmsjé Gauta núna í Háskólabíói,“ sagði Herbert brattur.
Verslun Jól Kringlan Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira