Gæti orðið mjög þungfært á skömmum tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 23:30 Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með á morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu. „Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“ Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
„Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“
Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38