Gæti orðið mjög þungfært á skömmum tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 23:30 Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með á morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu. „Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“ Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“
Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38