Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 18:25 Á myndinni sést skeifan, næst háskólanum, en þar hefur verið innheimt gjald fyrir bílastæði. Malarplanið, sem stendur fjær, hefur hins vegar staðið endurgjaldslaust til afnota. Vísir/Vilhelm Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. Hingað til hefur almennt aðeins verið rukkað í stæði í „skeifunni,“ sem eru stæðin sem standa við aðalbyggingu skólans, Háskólatorg og svo á bílaplani við Gimla. Skólinn hefur hins vegar yfir um 1.700 bílastæðum að ráða, til dæmis við Hótel sögu og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskólans, segir að málið verði væntanlega tekið fyrir í háskólaráði eftir áramót. Hugmyndin ekki „gróðrastarfsemi“ „Málið er að frí bílastæði eru hverfandi í kringum okkur. Reykjavíkurborg er að útvíkka gjaldskyld stæði og stefna að því að setja gjaldskyldu á Tjarnargötuna og Bjarkargötuna. Og svo eru Vísindagarðar búnir að setja gjaldskyldu á stæðin hjá sér og Landspítali er byrjaður að taka gjald fyrir bílastæði þar.“ Þessi þróun ýti bifreiðaeigendum, sem ekki ganga erinda í háskólanum, inn á bílastæði skólans. „Og til þess að sporna við því þá er hugmyndin ýmist að taka gjald – þó er hugmyndin ekki sú að þetta verði einhver gróðastarfsemi, heldur til að geta stýrt flæðinu inn á svæðið. En hin hugmyndin er líka sú að hreinlega loka stæðunum og bara þeir sem eiga erindi, starfsmenn og nemendur og gestir hafi aðgang. Og aðrir þurfa að greiða,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi verið gert í Öskju, húsi skólans sem stendur við Grósku, vegna mikillar aðsóknar í kjölfar uppbyggingar á svæðinu. Til greina gæti komið að setja upp „lokunarpósta“ við bílastæði háskólans og veita starfsmönnum og nemendum aðgang. Líklegra verði þó að gjaldtaka á bílastæðunum komi til álita. Háskólar Bílastæði Samgöngur Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hingað til hefur almennt aðeins verið rukkað í stæði í „skeifunni,“ sem eru stæðin sem standa við aðalbyggingu skólans, Háskólatorg og svo á bílaplani við Gimla. Skólinn hefur hins vegar yfir um 1.700 bílastæðum að ráða, til dæmis við Hótel sögu og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskólans, segir að málið verði væntanlega tekið fyrir í háskólaráði eftir áramót. Hugmyndin ekki „gróðrastarfsemi“ „Málið er að frí bílastæði eru hverfandi í kringum okkur. Reykjavíkurborg er að útvíkka gjaldskyld stæði og stefna að því að setja gjaldskyldu á Tjarnargötuna og Bjarkargötuna. Og svo eru Vísindagarðar búnir að setja gjaldskyldu á stæðin hjá sér og Landspítali er byrjaður að taka gjald fyrir bílastæði þar.“ Þessi þróun ýti bifreiðaeigendum, sem ekki ganga erinda í háskólanum, inn á bílastæði skólans. „Og til þess að sporna við því þá er hugmyndin ýmist að taka gjald – þó er hugmyndin ekki sú að þetta verði einhver gróðastarfsemi, heldur til að geta stýrt flæðinu inn á svæðið. En hin hugmyndin er líka sú að hreinlega loka stæðunum og bara þeir sem eiga erindi, starfsmenn og nemendur og gestir hafi aðgang. Og aðrir þurfa að greiða,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi verið gert í Öskju, húsi skólans sem stendur við Grósku, vegna mikillar aðsóknar í kjölfar uppbyggingar á svæðinu. Til greina gæti komið að setja upp „lokunarpósta“ við bílastæði háskólans og veita starfsmönnum og nemendum aðgang. Líklegra verði þó að gjaldtaka á bílastæðunum komi til álita.
Háskólar Bílastæði Samgöngur Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira