Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 22:07 Maríanna kemst ekki leiða sinna í Hamraborginni vegna snjósins. Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins. Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún. Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún.
Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira