Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 22:07 Maríanna kemst ekki leiða sinna í Hamraborginni vegna snjósins. Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins. Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún. Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún.
Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?