Unglingsstúlkur sem stungu mann fyrir áfengisflösku til rannsóknar vegna fleiri árása Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 12:38 Lögregluþjónar að störfum í Toronto. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steve Russell Saksóknarar í Toronto í Kanada hafa ákært átta táningsstúlkur fyrir að stinga 59 ára gamlan mann til bana. Stúlkurnar eru þrettán til sextán ára gamlar og voru að reyna að ná áfengisflösku af vinkonu mannsins. Í samtali við Ríkisútvarp Kanada (CBC) segir konan sem ráðist var á að hún og maðurinn hafi verið fyrir utan athvarf í miðbæ Toronto skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags þegar stúlkurnar hafi gengið að þeim og reynt að taka af henni áfengisflösku. Sjá einnig: Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Hún segir vin sinn hafa komið sér til aðstoðar en stúlkurnar hafi allar ráðist á hann og slegið hann ítrekað. Konan flúði en segist hafa séð mikið blóð þegar þær réðust á manninn. Konan hélt að stúlkurnar hefðu stungið manninn í kviðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Stúlkurnar voru handteknar skömmu síðar, þegar lögregluþjónar voru kallaðir til út af öðru máli sem stúlkurnar komu að. Lögreglan segir að vopn hafi fundist á stúlkunum en hefur ekki sagt hvernig vopn né hve mörg. Í frétt Toronto Star er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr lögreglunni að talið sé að stúlkurnar hafi tengst tveimur öðrum árásum þetta kvöld. Taldar hafa hist á samfélagsmiðlum Þrjár stúlknanna eru þrettán ára gamlar, þrjár eru fjórtán ára og tvær eru sextán. Lögreglan telur þær hafa hist á samfélagsmiðlum og komið saman í miðbæ Toronto á laugardagskvöldið. Þær búa allar í sitthvorum hluta borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvað þær voru að gera í miðbænum en allar hafa verið ákærðar fyrir morð af annarri gráðu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Toronto, sem hefur rannsakað morð í nítján ár, segist aldrei hafa rannsakað glæp sem þennan. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar um málið. John Tory, borgarstjóri, segir árásina ógnvænlega. Í yfirlýsingu sem CBC vitnar í segir borgarstjórinn að allir íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Það að maður hafi dáið á þennan hátt sé sorglegt. Hann segir einnig að ungur aldur stúlknanna og eðli glæpsins sé mikið áhyggjuefni. Kanada Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Í samtali við Ríkisútvarp Kanada (CBC) segir konan sem ráðist var á að hún og maðurinn hafi verið fyrir utan athvarf í miðbæ Toronto skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags þegar stúlkurnar hafi gengið að þeim og reynt að taka af henni áfengisflösku. Sjá einnig: Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Hún segir vin sinn hafa komið sér til aðstoðar en stúlkurnar hafi allar ráðist á hann og slegið hann ítrekað. Konan flúði en segist hafa séð mikið blóð þegar þær réðust á manninn. Konan hélt að stúlkurnar hefðu stungið manninn í kviðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Stúlkurnar voru handteknar skömmu síðar, þegar lögregluþjónar voru kallaðir til út af öðru máli sem stúlkurnar komu að. Lögreglan segir að vopn hafi fundist á stúlkunum en hefur ekki sagt hvernig vopn né hve mörg. Í frétt Toronto Star er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr lögreglunni að talið sé að stúlkurnar hafi tengst tveimur öðrum árásum þetta kvöld. Taldar hafa hist á samfélagsmiðlum Þrjár stúlknanna eru þrettán ára gamlar, þrjár eru fjórtán ára og tvær eru sextán. Lögreglan telur þær hafa hist á samfélagsmiðlum og komið saman í miðbæ Toronto á laugardagskvöldið. Þær búa allar í sitthvorum hluta borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvað þær voru að gera í miðbænum en allar hafa verið ákærðar fyrir morð af annarri gráðu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Toronto, sem hefur rannsakað morð í nítján ár, segist aldrei hafa rannsakað glæp sem þennan. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar um málið. John Tory, borgarstjóri, segir árásina ógnvænlega. Í yfirlýsingu sem CBC vitnar í segir borgarstjórinn að allir íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Það að maður hafi dáið á þennan hátt sé sorglegt. Hann segir einnig að ungur aldur stúlknanna og eðli glæpsins sé mikið áhyggjuefni.
Kanada Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira