Wall Street Journal sagði frá því í gær að samkomulag sé á lokametrunum um að Bieber selji fjárfestingafélaginu Hipgnosis Songs Capital réttinn á tónlistinni á um 200 milljónum dala, um 29 milljarða króna.
Samningurinn myndi fela í sér sölu á réttinum á útgefinni og skráðri tónlist Biebers til dagsins í dag, þar með talið smelli á borð við Baby og Love Yourself.
Um væri að ræða stærsti samningur Hipgnosis til þessa, en félagið hefur fjárfest í réttinum á tónlist fleiri tónlistarmanna á síðustu misserum. Þannig keypti félagið réttinn á tónlist Justin Timberlake á 100 milljónir króna fyrr á þessu ári.
Samningar sem þessir fela í sér sölu á réttinum tónlist og geta skilað vel í kassann. Þrátt fyrir að slík réttindi eru jafnan ekki jafn mikils virði og raunverulegar upptökur þá geta þeir skilað miklum tekjum með spilun í útvarpi, auglýsingum, notkun í kvikmyndum og fleiru.