„Við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2022 13:27 Reykjanesbrautin var að mestu lokuð fyrir umferð í rúman sólarhring. Vísir/Egill Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í rúman sólarhring út af óveðrinu líkt og gert var. Sérstakur samráðshópur hefur verið stofnaður til að fara yfir lokunina. Lokun Reykjanesbrautarinnar vegna veðurs í rúman sólarhring hefur verið gagnrýnd nokkuð. Nú hefur verið ákveðið að stofna sérstakan samráðshóp til að fara yfir lokunina en á meðal þeirra sem eiga sæti í þeim hópi eru fulltrúar innviðaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við reyndum að opna á mánudagskvöldið og eftir klukkustund þá voru bílar farnir að festast og blindan stöðvaði umferðina þannig við urðum að loka aftur. Sem að sýnir nú ástandið og að við erum ekki að loka þessu í einhverju tómarúmi eða bara til þess að loka.“ Þá segir hann mögulega hægt að skoða það að hleypa stærri bílum á brautina þegar veður er slæmt eða hafa fylgd. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“ Veður Samgöngur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja. 20. desember 2022 06:46 Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:46 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Sjá meira
Lokun Reykjanesbrautarinnar vegna veðurs í rúman sólarhring hefur verið gagnrýnd nokkuð. Nú hefur verið ákveðið að stofna sérstakan samráðshóp til að fara yfir lokunina en á meðal þeirra sem eiga sæti í þeim hópi eru fulltrúar innviðaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við reyndum að opna á mánudagskvöldið og eftir klukkustund þá voru bílar farnir að festast og blindan stöðvaði umferðina þannig við urðum að loka aftur. Sem að sýnir nú ástandið og að við erum ekki að loka þessu í einhverju tómarúmi eða bara til þess að loka.“ Þá segir hann mögulega hægt að skoða það að hleypa stærri bílum á brautina þegar veður er slæmt eða hafa fylgd. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“
Veður Samgöngur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja. 20. desember 2022 06:46 Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:46 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Sjá meira
„Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29
Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja. 20. desember 2022 06:46
Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:46
Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43