„Ég fór í fangelsi frjáls maður“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. desember 2022 13:15 Daníel Rafn Guðmundsson. Heiða Helgadóttir Daníel Rafn Guðmundsson sökk djúpt ofan í undirheima Reykjavíkur á tímabili og upplifði sláandi hluti. Þegar hann mætti í fangelsi til að afplána dóm fyrir líkamsárás var hann hins vegar laus undan fíkn og hafði þar frelsast til kristinnar trúar. Árið 2015 hlaut Daníel Rafn 18 mánaða fangelsisdóm í tengslum við Ystaselsmálið svokallaða. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í jólablaði Samhjálpar er mögnuð saga Daníels Rafns rakin. Daníel átti yndislega æsku og var alinn upp við öryggi og ástúð. En þegar hann tók fyrsta sopann af áfengi á unglingsárunum hófst atburðarás sem hann réði í raun ekkert við. „Ég er fæddur og uppalinn af harðduglegu fólki,“ segir hann. „Þau voru að byggja hús í Seljahverfi í Breiðholti og við fluttum þangað þegar ég var ársgamall. Pabbi minn var bifvélavirki og ofboðslega góður og kærleiksríkur maður eins og mamma. Ég veit ekki af hverju ég missti tökin á lífinu. Á unglingsárum fór ég að fikta við að drekka og einhvern veginn fór bara allt strax niður á við. Þegar ég fór á fyrsta fylleríiið mitt bara opnuðust himnarnir. Öll höft fóru. Ég var alltaf rosalega feiminn en undir áhrifum gat ég verið opinn og djarfur. Mér fannst áfengi þess vegna rosalega góð lausn á sínum tíma.“ Allt í molum Í viðtalinu lýsir Daníel því hvernig neyslan hélt áfram að þróast þó svo allt væri slétt og fellt á yfirborðinu.Hann var í skóla, lauk námi, byggði upp starfsferil og fjölskyldu. Þegar hann drakk var hann hins vegar ófær um að gera nokkuð, fúnkeraði bara alls ekki eins hann segir sjálfur. En að lokinni meðferð ákvað hann að standa sig og sýna hvað hann gæti og hellti sér út í fyrirtækjarekstur, sem gekk mjög vel. „Það var alltaf rosalega mikið að gera og maður var alltaf á fullu að reyna að standa sig en forsendurnar voru svo rangar. Ég var með fókusinn á að græða fullt af peningum og kaupa hús en það var samt allt í molum því ég var ekki heiðarlegur í fyrsta lagi og svo var ég alltaf að næra spennufíknina.“ Daníel upplifði að eftir hvert fall varð neyslan verri og flækjustigið í lífi hans jókst. Hann tók margar slæmar ákvarðanir í neyslunni og var farinn að nota alls konar efni líka. Hann fór oft í meðferð, átti edrútímabil og eftir eina slíka fór hann í AA-samtökin og tók tólf sporin. „Ég var kominn á bólakaf í undirheima Reykjavíkur og það er rosalega erfitt að komast þaðan út þegar maður er einu sinni sokkinn,“ segir hann. „Ég beitti ofbeldi og var beittur ofbeldi. Ég er hins vegar orðinn þreyttur á að vera alltaf að tala um þessa fortíð. Heiða Helgadóttir Reyndi að svipta sig lífi Í viðtalinu kemur Daníel inn á kraftaverk sem hann upplifði, sem hann kallar lausnina. „Ég missti góðan vin minn árið 2013 og pabbi greindist með krabbamein sama ár. Hann dó svo árið 2014. Nokkur önnur áföll komu upp í kjölfarið, meðal annars Ystaselsmálið, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Þetta var mjög erfitt tímabil og ég var orðinn óvinnufær og hættur að geta haldið þessum fronti út af öllu þessu rugli. Ég er samt þakklátur fyrir að ég náði að vera edrú meðan pabbi var sem veikastur og kláraði dæmið með honum. Ég kom á morgnana og hjálpaði honum fram úr og á klósettið og sinnti honum. Hann var með krabbamein í ristli og lifur. Það voru einhverjar sprungur í edrúmennskunni en á meðan hann lá banaleguna náði ég að vera með honum. Ég hef alltaf verið trúaður og ég veit að pabbi var trúaður og gagnvart andláti hans hef ég alltaf fundið fyrir sátt. Hann var svo kvalinn að ég var hættur að þekkja andlitssvipinn hans en þegar hann dó færðist friður yfir andlitið og ég veit að hann er kominn á góðan stað. Mig er búið að dreyma hann eftir að hann dó. En eftir að hann dó datt ég í það aftur og við tók ár í mjög miklu rugli og algjör geðveiki í gangi. Það endaði með því að ég reyndi að svipta mig lífi í einhverju geðrofi. Ég var einn heima, búinn með allt og gat ekki horfst í augu við neinn. Ég vildi ekki deyja, svo að þetta hefur kannski verið ákall á hjálp. Ég var rosalega heppinn. Eymdin og örvæntingin var orðin það mikil að ég reyndi þetta. Mér leið alveg svakalega illa en eftir þetta fór ég í meðferð inn á Vog, 27. maí 2015. Þaðan fór ég upp á Staðarfell og það er svo skrýtið að þrátt fyrir allt sem á undan var gengið var ég samt ekki viss um að ég vildi fara, því þetta var mánuður. En ég fór samt, því það voru sumarfrí og mér var sagt að við yrðum í hálfan mánuð en fengjum útskrift eins og um mánuð væri að ræða. Mér fannst það fínt að fá fimmtíu prósenta afslátt. Það var alltaf hugsunin að redda öllu í hvelli. Það er fyndið til þess að hugsa að vera ekki tilbúinn að leggja allt í þetta með hliðsjón af því sem búið var að ganga á.“ Upplifði kraftaverk Daníel er með ADHD og með neyslunni upplifði hann meiri stjórn, virkari einbeitingu og skýrari sýn á lífið. Í viðtalinu lýsir hann því þegar hann var kominn í afsláttarmeðferð á Staðarfelli. Það var þá sem hann upplifði það sem hann kallar kraftaverkið í lífi sínu. „Ég var í raun aldrei edrú, vegna þess að ég tók kvíðalyf, svefnlyf og þunglyndislyf og mér leið aldrei vel. Það fannst mér allt í lagi því nafnið mitt var á glasinu. Ég notaði stera líka alveg á fullu og ég ætlaði aldrei að hætta því. Að sjálfsögðu var ég með lyfin mín með mér á Staðarfelli þótt þau á Vogi hefðu sagt að ég mætti ekki nota þau. Óheiðarleikinn var enn mjög mikill. Einn strákur sem var með mér í meðferðinni var með kókaín með sér og síðasta skipti sem ég notaði það var í meðferð á Staðarfelli í júní 2015. Það varð vendipunktur þá. Yfir mig helltist örvænting. Ég var þarna í meðferð uppi í sveit eftir allt sem á undan var gengið, allur í umbúðum eftir áverka sem ég veitti mér sjálfur en samt var ég búinn að fá mér. Ég held að ég hafi aldrei áttað mig á því fyrr hversu veikur ég var orðinn af alkóhólisma. Þarna rann það upp fyrir mér og ég sá að ég átti ekki möguleika í þetta sjálfur. Það er lítil kirkja þarna og ég fór inn í hana, fór á hnén og sagði við Guð: „Ég er búinn að klúðra þessu öllu. Ef þú getur hjálpað mér máttu eiga líf mitt.“ Og ég fann strax og ég gerði þetta að ég fékk gæsahúð um allan kroppinn. Ég dró mannakorn og fékk eftirfarandi ritningargrein: „Hef ég ekki boðið þér að vera djarfur og hughraustur? Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð.“ (Jósúabók 1:9) Aftur fékk ég gæsahúð um allt og fæ sömu viðbrögð enn þegar ég segi frá þessu. Þetta var svo sterk upplifun. Þarna varð ég fyrir sterkri andlegri vakningu.“ Á öðrum stað segir Daníel Rafn: „Við þessa einlægu bæn byrjaði allt að breytast. Í allri örvæntingunni fór ég að finna sterka von um að allt yrði eins og sagt var í versinu og ég hélt í það dauðahaldi. Á svipuðum tíma frétti ég að kærasta mín, sem var flúin frá mér, væri ófrísk og í barnsvoninni skynjaði ég sterkt að Guð ætlaði og vildi gefa mér annað tækifæri, hann væri ekki að blessa mig með öðru barni ef svo væri ekki.“ Fór á allt að þrjá fundi á dag Daníel segist hafa hætt að taka flest lyfin strax þá og hann kláraði þessa tveggja vikna meðferð. En þetta var ekki auðvelt. Ég var farinn að biðja og kíkja í Biblíuna líka en þetta var erfitt. Ég fór í AA-samtökin og fékk sponsor og þurfti að fara á tvo, jafnvel þrjá, fundi á dag því ég þurfti ofboðslega mikið á öllum stuðningi að halda. Enn var togað í mig úr báðum áttum. Auðvelda leiðin var flótti og að detta í það aftur en ég var kominn með eitthvað sem ég hafði aldrei fundið áður. Þegar ég fór í meðferðina hugsaði ég; það er gott að fara í tveggja vikna meðferð núna og fá útskrift eins og um heila meðferð væri að ræða, því þá get ég farið í víkingameðferð næst. Fannst þetta flott því þá fengi ég stuðninginn sem ég þyrfti á að halda. Ég hafði nefnilega aldrei trú á að ég gæti orðið edrú. Ég var algjörlega blindur á lyfin sem ég var að taka og algjörlega blindur á sterana sem ég notaði. Þetta var rosaleg barátta en samt var komin einhver fullvissa um að ég gæti orðið edrú og hún kom í gegnum trúna. Og hvers vegna fékk ég strax þennan styrk til að hætta á öllum lyfjunum sem ég var að taka og hætti líka við að sækja það sem skrifað var upp á fyrir mig á Vogi? Vegna þess að ég heyrði þessa sterku rödd: „Treystu mér.“ Daníel segist þarna hafa verið komin með von en honum fannst þó eitthvað vanta, það var ennþá barátta innra með honum. „Þá hafði samband við mig vinur minn sem var trúaður og bauð mér á tónleika í Kefas-kirkjunni. Hljómsveitin Gig var að spila. Það var svo magnað. Þetta var samkoma og ég hafði aldrei farið á svoleiðis áður. Hann settist á fremsta bekk og ég bara elti. Fyrst fannst mér þetta rosalega skrýtið. Fólk að standa á fætur og lyfta höndum. Svo bara endaði þetta með því að ég prófaði þetta, stóð á fætur og lyfti höndum. Þá kláraðist kraftaverkið, ég sleppti algjörlega tökunum á gamla lífinu og fann kærleikann og kraftinn streyma um mig. Fann fyrirgefningu Guðs og allt sem henni fylgir. Eftir samkomuna spurði ég vin minn: „Vá, hvar kemst maður á fleiri svona samkomur?“ Ég gekk svo í Fíladelfíukirkjuna og tók niðurdýfingarskírn tveimur eða þremur vikum seinna. Þar með var þetta komið ég var kominn inn í kirkjuna og búinn að finna það sem ég var að leita að, það sem hafði verið að banka á hjartað.“ Daníel lauk afplánun árið 2017 og síðan hefur þá hefur líf hans líf tekið algjörum stakkaskiptum.Heiða Helgadóttir Óttinn hvarf í einum vettvangi Árið 2015 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Daníel Rafn í átján mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli í maí 2013. Í viðtalinu lýsir Daníel því þegar hann mætti til afplánunar. Hann segist hafa gengið inn í fangelsið sem frjáls maður. „Mér leið aldrei eins og ég væri í fangelsi því ég var ekki lengur haldinn þessum ótta og kvíða sem ég hafði alltaf verið með og deyft með lyfjum og áfengi. Ég var búinn að vera edrú í rúmt ár þegar ég fór í fangelsið, edrú frá öllu. Ég var algjörlega laus við öll lyf. Þetta var bara góður tími þarna inni. Ég notaði hann til uppbyggingar, las í Biblíunni og fór að skokka á morgnana. Breytti um stíl í ræktinni, fór að lyfta öðruvísi en ég gerði og er í dag kominn í Crossfit.“ Daníel bætir við að í raun hafi allt gengið upp hjá honum. Hvenær sem hann fann til óöryggis leitaði hann í Biblíuna og fann svar. Þegar maður er búinn að vera lengi í undirheimum er ofsóknarkenndin orðin mjög mikil. Ég gat ekki borðað eða drukkið neitt nema ég ryfi sjálfur á því innsiglið. Þetta er algengt meðal manna í svipaðri stöðu, þeir eru með svona flugur í hausnum og halda jafnvel að eitrað hafi verið fyrir þeim og fara til læknis með alls konar einkenni. Og þetta er ekki alveg ástæðulaus ótti. Hluti af ofsóknarkenndinni var raunverulegur því ég átti óvini og margt hafði gerst. Í sumum tilfellum kostar það marga sálfræðitíma að komast yfir þetta. Þetta leystist hins vegar með Guðsorði fyrir mér. Ég var að fletta í Biblíunni og lesa en þá kom þetta: „En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma og þó að þeir drekki eitthvað banvænt mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir.“ (Markúsarguðspjall 16:17-18) Við að lesa þetta hugsaði ég; ég er búinn að gefa Guði líf mitt og þó að ég drekki eitthvað banvænt mun mér ekki verða meint af. Óttinn hvarf í einu vettvangi. En um leið og maður leggur allt sitt traust á Guð þarf maður ekkert lengur að óttast.“ Jól í fangelsi Þá lýsir Daníel jólahaldinu innan veggja fangelsisins og segir þau hafa verið áhugaverð. „Auðvitað jafnast þau ekki á við jólin heima með fjölskyldunni en þau voru áhugaverð. Gaman að fá að upplifa þessa stemningu, fullt af föngum fastir þarna saman og verða að þola hver annan. Aðallega var þetta eftirminnilegt vegna þess að kokkurinn var nýbúinn að taka við, ágætis kokkur en ekki alveg með þetta á hreinu. Hann las utan á hamborgarhrygginn að það ætti að sjóða hann í klukkutíma en það var klukkutími á kíló.“ Daníel hlær að minningunni en heldur svo áfram. „Hann var bara hrár og við sátum í matsalnum klukkan sex á aðfangadag og einn byrjar að skera. „Heyrðu, þetta er nú eitthvað skrýtið,“ segir hann. „Er þetta ekki hrátt?“ „Nei, nei, nei,“ kallar kokkurinn. „Ég fór alveg eftir leiðbeiningunum.“ En kjötið var auðvitað hrátt. Annar samfangi minn ætlaði þá að gera gott úr aðstæðunum og benti á að við hefðum sósuna og kartöflurnar. Hann reynir svo að stinga í kartöflu en hún skýst undan gafflinum og lengst út í sal. Þær voru þá hráar líka. Nokkrir urðu svolítið fúlir en svo hlógum við bara að þessu. Svo var hamborgarhryggurinn tekinn og settur aftur inn í ofn, kartöflurnar soðnar og allt borðað þegar það var tilbúið. Það var ekki eins og við værum að fara eitthvert og þyrftum að borða á slaginu sex.“ Daníel lauk afplánun árið 2017 og síðan hefur þá hefur líf hans líf tekið algjörum stakkaskiptum. Hann ræktar trú sína, sjálfan sig og fjölskylduna. Hann á þrjár stelpur, sú elsta er tuttugu og tveggja ára, miðjan er sautján ára og svo litla snúllan sem er orðin sex ára. Þær yngri búa hjá honum í viku og svo viku hjá mæðrum sínum. Hann rekur bifreiðaverkstæðið sem faðir hans stofnaði 1981, Hemil í Kópavogi, og er umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti. Það er ein af þeim leiðum sem hann fer til að gefa til baka og sýna þakklæti fyrir lífgjöfina. Óhætt er að segja að hann hafi upplifað algjöra hugarfarsbreytingu og öðlast ró í kjölfarið. Viðtalið við Daníel Rafn má finna í nýútkomnu jólablaði Samhjálpar. Auk hans eru viðtöl við Valgerði Grétu Guðmundsdóttur Gröndal um matarblogg, uppskriftir og hvernig forðast má matarsóun og Svölu Jónsdóttur um umhverfisvænar byggingar og byggingastíl. Þau Sigurður Smári Fossdal, Helga Rós Reynisdóttir og Guðrún Margrét Einarsdóttir rifja upp eftirminnileg jól og hvernig finna má sannan jólaanda. Rósa Sigþórsdóttir segir frá jólunum á Kaffistofunni og Edda Jónsdóttir segir frá hversu mikilvægt þakklæti er. Einnig er umfjöllun um Housing First-hugmyndafræðina og hina kærleiksríku Guðmundu Guðrúnu Sigurðardóttur, upphafsmanneskju jólagjafanna frá Samhjálp. Fangelsismál Fíkn Trúmál Tengdar fréttir 18 mánaða fangelsi: Stefán Logi fær tvær milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Daníel Rafn Guðmundsson í átján mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli í maí 2013. 16. apríl 2015 09:15 Uppgjör í undirheimum: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á Skeljagrandabróður Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. 3. desember 2014 11:12 Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 „Það var virkilega vont að horfa á þetta“ Stefán Blackburn og nágrannar Daníels Rafns voru á meðal þeirra sem gáfu skýrslu fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins vegna líkamsárásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 18:00 Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 „Skil ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps“ Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag en Daníel Rafn Guðmundsson er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann í Ystaseli vorið 2013. 3. mars 2015 15:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Árið 2015 hlaut Daníel Rafn 18 mánaða fangelsisdóm í tengslum við Ystaselsmálið svokallaða. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í jólablaði Samhjálpar er mögnuð saga Daníels Rafns rakin. Daníel átti yndislega æsku og var alinn upp við öryggi og ástúð. En þegar hann tók fyrsta sopann af áfengi á unglingsárunum hófst atburðarás sem hann réði í raun ekkert við. „Ég er fæddur og uppalinn af harðduglegu fólki,“ segir hann. „Þau voru að byggja hús í Seljahverfi í Breiðholti og við fluttum þangað þegar ég var ársgamall. Pabbi minn var bifvélavirki og ofboðslega góður og kærleiksríkur maður eins og mamma. Ég veit ekki af hverju ég missti tökin á lífinu. Á unglingsárum fór ég að fikta við að drekka og einhvern veginn fór bara allt strax niður á við. Þegar ég fór á fyrsta fylleríiið mitt bara opnuðust himnarnir. Öll höft fóru. Ég var alltaf rosalega feiminn en undir áhrifum gat ég verið opinn og djarfur. Mér fannst áfengi þess vegna rosalega góð lausn á sínum tíma.“ Allt í molum Í viðtalinu lýsir Daníel því hvernig neyslan hélt áfram að þróast þó svo allt væri slétt og fellt á yfirborðinu.Hann var í skóla, lauk námi, byggði upp starfsferil og fjölskyldu. Þegar hann drakk var hann hins vegar ófær um að gera nokkuð, fúnkeraði bara alls ekki eins hann segir sjálfur. En að lokinni meðferð ákvað hann að standa sig og sýna hvað hann gæti og hellti sér út í fyrirtækjarekstur, sem gekk mjög vel. „Það var alltaf rosalega mikið að gera og maður var alltaf á fullu að reyna að standa sig en forsendurnar voru svo rangar. Ég var með fókusinn á að græða fullt af peningum og kaupa hús en það var samt allt í molum því ég var ekki heiðarlegur í fyrsta lagi og svo var ég alltaf að næra spennufíknina.“ Daníel upplifði að eftir hvert fall varð neyslan verri og flækjustigið í lífi hans jókst. Hann tók margar slæmar ákvarðanir í neyslunni og var farinn að nota alls konar efni líka. Hann fór oft í meðferð, átti edrútímabil og eftir eina slíka fór hann í AA-samtökin og tók tólf sporin. „Ég var kominn á bólakaf í undirheima Reykjavíkur og það er rosalega erfitt að komast þaðan út þegar maður er einu sinni sokkinn,“ segir hann. „Ég beitti ofbeldi og var beittur ofbeldi. Ég er hins vegar orðinn þreyttur á að vera alltaf að tala um þessa fortíð. Heiða Helgadóttir Reyndi að svipta sig lífi Í viðtalinu kemur Daníel inn á kraftaverk sem hann upplifði, sem hann kallar lausnina. „Ég missti góðan vin minn árið 2013 og pabbi greindist með krabbamein sama ár. Hann dó svo árið 2014. Nokkur önnur áföll komu upp í kjölfarið, meðal annars Ystaselsmálið, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Þetta var mjög erfitt tímabil og ég var orðinn óvinnufær og hættur að geta haldið þessum fronti út af öllu þessu rugli. Ég er samt þakklátur fyrir að ég náði að vera edrú meðan pabbi var sem veikastur og kláraði dæmið með honum. Ég kom á morgnana og hjálpaði honum fram úr og á klósettið og sinnti honum. Hann var með krabbamein í ristli og lifur. Það voru einhverjar sprungur í edrúmennskunni en á meðan hann lá banaleguna náði ég að vera með honum. Ég hef alltaf verið trúaður og ég veit að pabbi var trúaður og gagnvart andláti hans hef ég alltaf fundið fyrir sátt. Hann var svo kvalinn að ég var hættur að þekkja andlitssvipinn hans en þegar hann dó færðist friður yfir andlitið og ég veit að hann er kominn á góðan stað. Mig er búið að dreyma hann eftir að hann dó. En eftir að hann dó datt ég í það aftur og við tók ár í mjög miklu rugli og algjör geðveiki í gangi. Það endaði með því að ég reyndi að svipta mig lífi í einhverju geðrofi. Ég var einn heima, búinn með allt og gat ekki horfst í augu við neinn. Ég vildi ekki deyja, svo að þetta hefur kannski verið ákall á hjálp. Ég var rosalega heppinn. Eymdin og örvæntingin var orðin það mikil að ég reyndi þetta. Mér leið alveg svakalega illa en eftir þetta fór ég í meðferð inn á Vog, 27. maí 2015. Þaðan fór ég upp á Staðarfell og það er svo skrýtið að þrátt fyrir allt sem á undan var gengið var ég samt ekki viss um að ég vildi fara, því þetta var mánuður. En ég fór samt, því það voru sumarfrí og mér var sagt að við yrðum í hálfan mánuð en fengjum útskrift eins og um mánuð væri að ræða. Mér fannst það fínt að fá fimmtíu prósenta afslátt. Það var alltaf hugsunin að redda öllu í hvelli. Það er fyndið til þess að hugsa að vera ekki tilbúinn að leggja allt í þetta með hliðsjón af því sem búið var að ganga á.“ Upplifði kraftaverk Daníel er með ADHD og með neyslunni upplifði hann meiri stjórn, virkari einbeitingu og skýrari sýn á lífið. Í viðtalinu lýsir hann því þegar hann var kominn í afsláttarmeðferð á Staðarfelli. Það var þá sem hann upplifði það sem hann kallar kraftaverkið í lífi sínu. „Ég var í raun aldrei edrú, vegna þess að ég tók kvíðalyf, svefnlyf og þunglyndislyf og mér leið aldrei vel. Það fannst mér allt í lagi því nafnið mitt var á glasinu. Ég notaði stera líka alveg á fullu og ég ætlaði aldrei að hætta því. Að sjálfsögðu var ég með lyfin mín með mér á Staðarfelli þótt þau á Vogi hefðu sagt að ég mætti ekki nota þau. Óheiðarleikinn var enn mjög mikill. Einn strákur sem var með mér í meðferðinni var með kókaín með sér og síðasta skipti sem ég notaði það var í meðferð á Staðarfelli í júní 2015. Það varð vendipunktur þá. Yfir mig helltist örvænting. Ég var þarna í meðferð uppi í sveit eftir allt sem á undan var gengið, allur í umbúðum eftir áverka sem ég veitti mér sjálfur en samt var ég búinn að fá mér. Ég held að ég hafi aldrei áttað mig á því fyrr hversu veikur ég var orðinn af alkóhólisma. Þarna rann það upp fyrir mér og ég sá að ég átti ekki möguleika í þetta sjálfur. Það er lítil kirkja þarna og ég fór inn í hana, fór á hnén og sagði við Guð: „Ég er búinn að klúðra þessu öllu. Ef þú getur hjálpað mér máttu eiga líf mitt.“ Og ég fann strax og ég gerði þetta að ég fékk gæsahúð um allan kroppinn. Ég dró mannakorn og fékk eftirfarandi ritningargrein: „Hef ég ekki boðið þér að vera djarfur og hughraustur? Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð.“ (Jósúabók 1:9) Aftur fékk ég gæsahúð um allt og fæ sömu viðbrögð enn þegar ég segi frá þessu. Þetta var svo sterk upplifun. Þarna varð ég fyrir sterkri andlegri vakningu.“ Á öðrum stað segir Daníel Rafn: „Við þessa einlægu bæn byrjaði allt að breytast. Í allri örvæntingunni fór ég að finna sterka von um að allt yrði eins og sagt var í versinu og ég hélt í það dauðahaldi. Á svipuðum tíma frétti ég að kærasta mín, sem var flúin frá mér, væri ófrísk og í barnsvoninni skynjaði ég sterkt að Guð ætlaði og vildi gefa mér annað tækifæri, hann væri ekki að blessa mig með öðru barni ef svo væri ekki.“ Fór á allt að þrjá fundi á dag Daníel segist hafa hætt að taka flest lyfin strax þá og hann kláraði þessa tveggja vikna meðferð. En þetta var ekki auðvelt. Ég var farinn að biðja og kíkja í Biblíuna líka en þetta var erfitt. Ég fór í AA-samtökin og fékk sponsor og þurfti að fara á tvo, jafnvel þrjá, fundi á dag því ég þurfti ofboðslega mikið á öllum stuðningi að halda. Enn var togað í mig úr báðum áttum. Auðvelda leiðin var flótti og að detta í það aftur en ég var kominn með eitthvað sem ég hafði aldrei fundið áður. Þegar ég fór í meðferðina hugsaði ég; það er gott að fara í tveggja vikna meðferð núna og fá útskrift eins og um heila meðferð væri að ræða, því þá get ég farið í víkingameðferð næst. Fannst þetta flott því þá fengi ég stuðninginn sem ég þyrfti á að halda. Ég hafði nefnilega aldrei trú á að ég gæti orðið edrú. Ég var algjörlega blindur á lyfin sem ég var að taka og algjörlega blindur á sterana sem ég notaði. Þetta var rosaleg barátta en samt var komin einhver fullvissa um að ég gæti orðið edrú og hún kom í gegnum trúna. Og hvers vegna fékk ég strax þennan styrk til að hætta á öllum lyfjunum sem ég var að taka og hætti líka við að sækja það sem skrifað var upp á fyrir mig á Vogi? Vegna þess að ég heyrði þessa sterku rödd: „Treystu mér.“ Daníel segist þarna hafa verið komin með von en honum fannst þó eitthvað vanta, það var ennþá barátta innra með honum. „Þá hafði samband við mig vinur minn sem var trúaður og bauð mér á tónleika í Kefas-kirkjunni. Hljómsveitin Gig var að spila. Það var svo magnað. Þetta var samkoma og ég hafði aldrei farið á svoleiðis áður. Hann settist á fremsta bekk og ég bara elti. Fyrst fannst mér þetta rosalega skrýtið. Fólk að standa á fætur og lyfta höndum. Svo bara endaði þetta með því að ég prófaði þetta, stóð á fætur og lyfti höndum. Þá kláraðist kraftaverkið, ég sleppti algjörlega tökunum á gamla lífinu og fann kærleikann og kraftinn streyma um mig. Fann fyrirgefningu Guðs og allt sem henni fylgir. Eftir samkomuna spurði ég vin minn: „Vá, hvar kemst maður á fleiri svona samkomur?“ Ég gekk svo í Fíladelfíukirkjuna og tók niðurdýfingarskírn tveimur eða þremur vikum seinna. Þar með var þetta komið ég var kominn inn í kirkjuna og búinn að finna það sem ég var að leita að, það sem hafði verið að banka á hjartað.“ Daníel lauk afplánun árið 2017 og síðan hefur þá hefur líf hans líf tekið algjörum stakkaskiptum.Heiða Helgadóttir Óttinn hvarf í einum vettvangi Árið 2015 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Daníel Rafn í átján mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli í maí 2013. Í viðtalinu lýsir Daníel því þegar hann mætti til afplánunar. Hann segist hafa gengið inn í fangelsið sem frjáls maður. „Mér leið aldrei eins og ég væri í fangelsi því ég var ekki lengur haldinn þessum ótta og kvíða sem ég hafði alltaf verið með og deyft með lyfjum og áfengi. Ég var búinn að vera edrú í rúmt ár þegar ég fór í fangelsið, edrú frá öllu. Ég var algjörlega laus við öll lyf. Þetta var bara góður tími þarna inni. Ég notaði hann til uppbyggingar, las í Biblíunni og fór að skokka á morgnana. Breytti um stíl í ræktinni, fór að lyfta öðruvísi en ég gerði og er í dag kominn í Crossfit.“ Daníel bætir við að í raun hafi allt gengið upp hjá honum. Hvenær sem hann fann til óöryggis leitaði hann í Biblíuna og fann svar. Þegar maður er búinn að vera lengi í undirheimum er ofsóknarkenndin orðin mjög mikil. Ég gat ekki borðað eða drukkið neitt nema ég ryfi sjálfur á því innsiglið. Þetta er algengt meðal manna í svipaðri stöðu, þeir eru með svona flugur í hausnum og halda jafnvel að eitrað hafi verið fyrir þeim og fara til læknis með alls konar einkenni. Og þetta er ekki alveg ástæðulaus ótti. Hluti af ofsóknarkenndinni var raunverulegur því ég átti óvini og margt hafði gerst. Í sumum tilfellum kostar það marga sálfræðitíma að komast yfir þetta. Þetta leystist hins vegar með Guðsorði fyrir mér. Ég var að fletta í Biblíunni og lesa en þá kom þetta: „En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma og þó að þeir drekki eitthvað banvænt mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir.“ (Markúsarguðspjall 16:17-18) Við að lesa þetta hugsaði ég; ég er búinn að gefa Guði líf mitt og þó að ég drekki eitthvað banvænt mun mér ekki verða meint af. Óttinn hvarf í einu vettvangi. En um leið og maður leggur allt sitt traust á Guð þarf maður ekkert lengur að óttast.“ Jól í fangelsi Þá lýsir Daníel jólahaldinu innan veggja fangelsisins og segir þau hafa verið áhugaverð. „Auðvitað jafnast þau ekki á við jólin heima með fjölskyldunni en þau voru áhugaverð. Gaman að fá að upplifa þessa stemningu, fullt af föngum fastir þarna saman og verða að þola hver annan. Aðallega var þetta eftirminnilegt vegna þess að kokkurinn var nýbúinn að taka við, ágætis kokkur en ekki alveg með þetta á hreinu. Hann las utan á hamborgarhrygginn að það ætti að sjóða hann í klukkutíma en það var klukkutími á kíló.“ Daníel hlær að minningunni en heldur svo áfram. „Hann var bara hrár og við sátum í matsalnum klukkan sex á aðfangadag og einn byrjar að skera. „Heyrðu, þetta er nú eitthvað skrýtið,“ segir hann. „Er þetta ekki hrátt?“ „Nei, nei, nei,“ kallar kokkurinn. „Ég fór alveg eftir leiðbeiningunum.“ En kjötið var auðvitað hrátt. Annar samfangi minn ætlaði þá að gera gott úr aðstæðunum og benti á að við hefðum sósuna og kartöflurnar. Hann reynir svo að stinga í kartöflu en hún skýst undan gafflinum og lengst út í sal. Þær voru þá hráar líka. Nokkrir urðu svolítið fúlir en svo hlógum við bara að þessu. Svo var hamborgarhryggurinn tekinn og settur aftur inn í ofn, kartöflurnar soðnar og allt borðað þegar það var tilbúið. Það var ekki eins og við værum að fara eitthvert og þyrftum að borða á slaginu sex.“ Daníel lauk afplánun árið 2017 og síðan hefur þá hefur líf hans líf tekið algjörum stakkaskiptum. Hann ræktar trú sína, sjálfan sig og fjölskylduna. Hann á þrjár stelpur, sú elsta er tuttugu og tveggja ára, miðjan er sautján ára og svo litla snúllan sem er orðin sex ára. Þær yngri búa hjá honum í viku og svo viku hjá mæðrum sínum. Hann rekur bifreiðaverkstæðið sem faðir hans stofnaði 1981, Hemil í Kópavogi, og er umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti. Það er ein af þeim leiðum sem hann fer til að gefa til baka og sýna þakklæti fyrir lífgjöfina. Óhætt er að segja að hann hafi upplifað algjöra hugarfarsbreytingu og öðlast ró í kjölfarið. Viðtalið við Daníel Rafn má finna í nýútkomnu jólablaði Samhjálpar. Auk hans eru viðtöl við Valgerði Grétu Guðmundsdóttur Gröndal um matarblogg, uppskriftir og hvernig forðast má matarsóun og Svölu Jónsdóttur um umhverfisvænar byggingar og byggingastíl. Þau Sigurður Smári Fossdal, Helga Rós Reynisdóttir og Guðrún Margrét Einarsdóttir rifja upp eftirminnileg jól og hvernig finna má sannan jólaanda. Rósa Sigþórsdóttir segir frá jólunum á Kaffistofunni og Edda Jónsdóttir segir frá hversu mikilvægt þakklæti er. Einnig er umfjöllun um Housing First-hugmyndafræðina og hina kærleiksríku Guðmundu Guðrúnu Sigurðardóttur, upphafsmanneskju jólagjafanna frá Samhjálp.
Fangelsismál Fíkn Trúmál Tengdar fréttir 18 mánaða fangelsi: Stefán Logi fær tvær milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Daníel Rafn Guðmundsson í átján mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli í maí 2013. 16. apríl 2015 09:15 Uppgjör í undirheimum: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á Skeljagrandabróður Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. 3. desember 2014 11:12 Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 „Það var virkilega vont að horfa á þetta“ Stefán Blackburn og nágrannar Daníels Rafns voru á meðal þeirra sem gáfu skýrslu fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins vegna líkamsárásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 18:00 Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 „Skil ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps“ Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag en Daníel Rafn Guðmundsson er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann í Ystaseli vorið 2013. 3. mars 2015 15:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
18 mánaða fangelsi: Stefán Logi fær tvær milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Daníel Rafn Guðmundsson í átján mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli í maí 2013. 16. apríl 2015 09:15
Uppgjör í undirheimum: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á Skeljagrandabróður Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. 3. desember 2014 11:12
Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38
„Það var virkilega vont að horfa á þetta“ Stefán Blackburn og nágrannar Daníels Rafns voru á meðal þeirra sem gáfu skýrslu fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins vegna líkamsárásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 18:00
Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52
„Skil ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps“ Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag en Daníel Rafn Guðmundsson er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann í Ystaseli vorið 2013. 3. mars 2015 15:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent