Formaður Þjóðarflokksins sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 11:51 Morten Messerschmidt með spúsu sinni þegar málið gegn honum var tekið fyrir í Frederiksberg í síðasta mánuði. Vísir/EPA Dómstóll í Danmörku sýknaði Morten Messerschmidt, formann Þjóðarflokksins, af ákæru um misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Upphaflega var Messerschmidt sakfelldur en sá dómur var ógiltur og málið tekið fyrir aftur. Evrópuskrifstofan um aðgerðir gegn svikum, eftirlitsstofnun fyrir fjárveitingar Evrópusambandsins, komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðarflokkurinn og ítalskir og grískir flokkar í svonefndum MELD-þingflokki þjóðernisíhaldsmanna á Evrópuþinginu hefðu misnotað fjármuni sem þeir fengu frá sambandinu árið 2019. Danskir fjölmiðlar sögðu fyrst frá meintum brotum Þjóðarflokksins þremur árum fyrr. Messerschmidt var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og misferli með ESB-fé í fyrra. Hann var forseti MELD-þingflokksins frá 2014 til 2015. Honum var gefið að sök að hafa notað hundrað þúsund danskar krónur sem áttu að fara í kynningu á ESB í sumarfagnað fyrir Þjóðarflokkinn árið 2015. Sá dómur var ógiltur vegna hagsmunaáreksturs dómara. Ákveðið var að málið skyldi tekið fyrir aftur. Messerschmidt var sýknaður þar sem dómurinn taldi að ekki væri hægt að útiloka að flokkurinn hafi einnig haldið ráðstefnu um ESB í tengslum við sumarfagnaðinn, að sögn danska ríkisútvarpsins. Byggði það meðal annars á upptöku þar sem Messerschmidt heyrðist ræða um skipulagningu sumarfundarins og vísa til þess að hafa tekið þátt í ráðstefnu á vegum Evrópuþingflokksins. Messerschmidt, sem nú er formaður Þjóðarflokksins, sagði blaðamönnum að hann væri feginn að vera laus við mál sem hafi varpað skugga á hann og flokkinn í sjö ár. Saksóknarar hafa ekki ákveðið hvort að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar. Fyrrverandi starfsmaður Messerschmidt hjá Evrópuþingflokknum var einnig sýknaður af ákæru um skjalafals í málinu. Danmörk Evrópusambandið Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Evrópuskrifstofan um aðgerðir gegn svikum, eftirlitsstofnun fyrir fjárveitingar Evrópusambandsins, komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðarflokkurinn og ítalskir og grískir flokkar í svonefndum MELD-þingflokki þjóðernisíhaldsmanna á Evrópuþinginu hefðu misnotað fjármuni sem þeir fengu frá sambandinu árið 2019. Danskir fjölmiðlar sögðu fyrst frá meintum brotum Þjóðarflokksins þremur árum fyrr. Messerschmidt var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og misferli með ESB-fé í fyrra. Hann var forseti MELD-þingflokksins frá 2014 til 2015. Honum var gefið að sök að hafa notað hundrað þúsund danskar krónur sem áttu að fara í kynningu á ESB í sumarfagnað fyrir Þjóðarflokkinn árið 2015. Sá dómur var ógiltur vegna hagsmunaáreksturs dómara. Ákveðið var að málið skyldi tekið fyrir aftur. Messerschmidt var sýknaður þar sem dómurinn taldi að ekki væri hægt að útiloka að flokkurinn hafi einnig haldið ráðstefnu um ESB í tengslum við sumarfagnaðinn, að sögn danska ríkisútvarpsins. Byggði það meðal annars á upptöku þar sem Messerschmidt heyrðist ræða um skipulagningu sumarfundarins og vísa til þess að hafa tekið þátt í ráðstefnu á vegum Evrópuþingflokksins. Messerschmidt, sem nú er formaður Þjóðarflokksins, sagði blaðamönnum að hann væri feginn að vera laus við mál sem hafi varpað skugga á hann og flokkinn í sjö ár. Saksóknarar hafa ekki ákveðið hvort að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar. Fyrrverandi starfsmaður Messerschmidt hjá Evrópuþingflokknum var einnig sýknaður af ákæru um skjalafals í málinu.
Danmörk Evrópusambandið Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira