Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. desember 2022 16:00 Umboðsstofan Móðurskipið stóð fyrir glæsilegum söfnunarviðburðu nú á dögunum. Árni Beinteinn Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke. Viðburðurinn fór fram á Kex Hostel og gekk eins og í sögu. Allir skemmtikraftar gáfu vinnu sína og fjölmörg fyrirtæki styrktu viðburðinn með glæsilegum vinningum. Alls söfnuðust um fimm hundruð þúsund sem renna beint til Mæðrastyrksnefndar. Forsagan er sú að þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Valdimar Kristjónsson, betur þekktur sem Valdi Píanó, hafa haldið Jólabingó nær óslitið frá árinu 2012, til styrktar sama málstaðar. Í þetta skipti fengu þeir Móðurskipið umboðsstofu með sér í lið. „Mæðrastyrksnefnd vinnur auðvitað mikilvægt starf allt árið en sérstaklega fyrir jólin. Ótrúlega gaman að geta styrkt þeirra frábæra starf og haldið partý í leiðinni,“ segir María Hrund Marínósdóttir, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins. Sungu jólalög fyrir pening Til viðbótar við gamla góða jólabingóið, var haldið jólakaraoke þar sem gestum gafst kostur á að syngja uppáhalds jólalögin sín við undirleik stemningssveitarinnar Jólafínir. Fyrirkomulagið var þannig að gestir gátu annað hvort boðið sig fram sjálfir og safnað áheitum fyrir söng sinn eða skorað á aðra að syngja fyrir ákveðna fjárupphæð. Aflahæsti jólasöngvari kvöldsins var Bragi Árnason sem safnaði rúmum 40 þúsund krónum fyrir söng sinn. „Kvöldið sjálft hefði ekki geta gengið betur. Fullt hús og fullt af fólki tilbúið að stíga á svið og syngja,“ segir María. Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu. Uppistandararnir Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi stýrðu jólabingói.Árni Beinteinn Uppistandarinn Bergur Ebbi kom fram á viðburðinum.Árni Beinteinn Jóhann Alfreð og Valdi Píanó hafa staðið fyrir jólabingói í mörg ár.Árni Beinteinn Uppistandarinn Ebba Sig tók lagið.Árni Beinteinn Valdi Píanó var í góðum gír.Árni Beinteinn Gestir fengu lista yfir hin ýmsu jólalög sem þeir gátu ýmist boðist til þess að flytja sjálfir eða skorað á aðra.árni beinteinn Fjölmargir mættu til þess að spila bingó.Árni Beinteinn Leikkonurnar Birna Rún og Aldís Amah létu sig ekki vanta.Árni Beinteinn Uppistandarinn Andri Ívars tók lagið.Árni Beinteinn Lilja Jónsdóttir tók lagið.Árni Beinteinn Birna Rún, Ari Ísfeld, María Hund og Katrín Odds skemmtu sér konunglega.Árni Beinteinn María Hrund, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins og Jóhann Alfreð uppistandari.Árni Beinteinn Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir steig á svið.Árni Beinteinn Gestir voru ánægðir með kvöldið.Árni Beinteinn 15.000 krónur söfnuðust fyrir söng Ebbu Sig.Árni Beinteinn Mikil stemning myndaðist á Kex Hostel.Árni Beinteinn Kvöldið heppnaðist afar vel.Árni Beinteinn Jól Góðverk Samkvæmislífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Viðburðurinn fór fram á Kex Hostel og gekk eins og í sögu. Allir skemmtikraftar gáfu vinnu sína og fjölmörg fyrirtæki styrktu viðburðinn með glæsilegum vinningum. Alls söfnuðust um fimm hundruð þúsund sem renna beint til Mæðrastyrksnefndar. Forsagan er sú að þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Valdimar Kristjónsson, betur þekktur sem Valdi Píanó, hafa haldið Jólabingó nær óslitið frá árinu 2012, til styrktar sama málstaðar. Í þetta skipti fengu þeir Móðurskipið umboðsstofu með sér í lið. „Mæðrastyrksnefnd vinnur auðvitað mikilvægt starf allt árið en sérstaklega fyrir jólin. Ótrúlega gaman að geta styrkt þeirra frábæra starf og haldið partý í leiðinni,“ segir María Hrund Marínósdóttir, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins. Sungu jólalög fyrir pening Til viðbótar við gamla góða jólabingóið, var haldið jólakaraoke þar sem gestum gafst kostur á að syngja uppáhalds jólalögin sín við undirleik stemningssveitarinnar Jólafínir. Fyrirkomulagið var þannig að gestir gátu annað hvort boðið sig fram sjálfir og safnað áheitum fyrir söng sinn eða skorað á aðra að syngja fyrir ákveðna fjárupphæð. Aflahæsti jólasöngvari kvöldsins var Bragi Árnason sem safnaði rúmum 40 þúsund krónum fyrir söng sinn. „Kvöldið sjálft hefði ekki geta gengið betur. Fullt hús og fullt af fólki tilbúið að stíga á svið og syngja,“ segir María. Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu. Uppistandararnir Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi stýrðu jólabingói.Árni Beinteinn Uppistandarinn Bergur Ebbi kom fram á viðburðinum.Árni Beinteinn Jóhann Alfreð og Valdi Píanó hafa staðið fyrir jólabingói í mörg ár.Árni Beinteinn Uppistandarinn Ebba Sig tók lagið.Árni Beinteinn Valdi Píanó var í góðum gír.Árni Beinteinn Gestir fengu lista yfir hin ýmsu jólalög sem þeir gátu ýmist boðist til þess að flytja sjálfir eða skorað á aðra.árni beinteinn Fjölmargir mættu til þess að spila bingó.Árni Beinteinn Leikkonurnar Birna Rún og Aldís Amah létu sig ekki vanta.Árni Beinteinn Uppistandarinn Andri Ívars tók lagið.Árni Beinteinn Lilja Jónsdóttir tók lagið.Árni Beinteinn Birna Rún, Ari Ísfeld, María Hund og Katrín Odds skemmtu sér konunglega.Árni Beinteinn María Hrund, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins og Jóhann Alfreð uppistandari.Árni Beinteinn Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir steig á svið.Árni Beinteinn Gestir voru ánægðir með kvöldið.Árni Beinteinn 15.000 krónur söfnuðust fyrir söng Ebbu Sig.Árni Beinteinn Mikil stemning myndaðist á Kex Hostel.Árni Beinteinn Kvöldið heppnaðist afar vel.Árni Beinteinn
Jól Góðverk Samkvæmislífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira