Viðar í Hetti: Fólki hrífst með og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 14:02 Hattarmaðurinn Timothy Guers keyrir á körfuna í leik á móti Haukum í Subway deildinni í vetur. Vísir/Bára Viðar Örn Hafsteinsson og lærisveinar hans í Hetti frá Egilsstöðum stigu sögulegt skref á dögunum með því að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta. Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar. VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar.
VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira