Enski boltinn

Fjögur af fimm úrvalsdeildarliðum áfram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Raúl Jiménez skoraði úr vítaspyrnu i kvöld.
Raúl Jiménez skoraði úr vítaspyrnu i kvöld. Isaac Parkin/Getty Images

Leicester City, Newcastle United, Southampton og Úlfarnir eru öll komin áfram í enska deildarbikarnum í fótbolta.

Ensk úrvalsdeildarfélög eru farin af stað eftir HM pásuna. Fimm slík lið voru í eldlínunni í enska deildarbikarnum í kvöld og fjögur þeirra eru komin áfram í næstu umferð.

Julen Lopetegui stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Úlfanna og unnu hans menn 2-0 sigur á Gillingham. Það tók sinn tíma að klára dæmið en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 77. mínútu leiksins. Það gerði Raúl Jiménez úr vítaspyrnu. Rayan Ait-Nouri tryggði svo sigurinn undir lok leiks.

Leicester City vann öruggan 3-0 sigur á MK Dons. Youri Tielemans, Ayoze Perez og Jamie Vardy með mörkin þrjú.

Newcastle United lagði Bournemouth í úrvalsdeildarslag kvöldsins. Eina mark leiksins reyndist sjálfsmark Adam Smith á 67. mínútu.

Að endingu kom Southampton til baka gegn Lincoln City, lokatölur 2-1 Dýrlingunum í vil. Che Adams skoraði bæði mörk Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×