Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 21:45 Daniel átti að mæta til Íslands í gær en dvelur nú þess í stað á hóteli skammt frá flugvellinum í Helsinki, 36 tímum eftir að hann lagði af stað frá Texas. samsett Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. „Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum. Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum.
Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira