Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 16:19 Svo virðist sem George Santos hafi sagt ósatt um reynslu sína og rekstur dýraskýlis, svo eitthvað sé nefnt. EPA/CAROLINE BREHMAN George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. Í grein New York Times segir að kjörorð Santos í kosningabaráttunni hefðu verið að hann væri holdgervingur bandaríska draumsins og vildi varðveita hann fyrir aðra. Santos er 34 ára sonur innflytjenda frá Brasilíu og var einn af fyrstu samkynhneigðu mönnunum til að tryggja sér þingsæti fyrir Repúblikanaflokkinn. Santos hélt því fram að hann hefði útskrifast úr virtum háskóla í New York og hefði í kjölfarið starfað hjá stórum fjárfestafélögum á Wall Street. Þingmaðurinn verðandi hélt því einnig fram að hann ræki dýraskýli sem bjargað hefði rúmlega 2.500 hundum og köttum. Blaðamenn miðilsins rýndu þó nánar í ferilskrá Santos og komust að því að hann virðist hafa sagt ósatt um ýmsa hluta hennar. Frá forsvarsmönnum Citigroup og Goldman Sachs, sem eru meðal stærstu fyrirtækja á Wall Street, fengust þær upplýsingar að Santos hefði aldrei unnið þar, eins og hann hefur haldið fram. Sambærilega sögu var að heyra frá forsvarsmönnum Baruch háskólans. Þar finnast engin gögn um að Santos hafi útskrifast árið 2010, eins og hann heldur fram. Auk þess eru engin opinber gögn til um að Santos hafi rekið dýraskýli og ekkert góðgerðafélag er skráð með nafninu Friends of Pets United, sem Santos hefur notað. Opinber gögn í bæði Bandaríkjunum og í Brasilíu benda til þess að Santos sé auðugur. Hann lánaði eigin kosningasjóði rúma sjö hundruð þúsund dali og gaf þúsundi dala til góðgerðasamtaka á undanförnum árum. Þá tilkynnti hann skattinum að laun hans hefðu verið 750 þúsund dalir á síðasta ári og fjármagnstekjur hans hefðu verið rúm milljón dala. Santos hefur talað um að fjölskylda hans eigi mikinn auð í fasteignum en blaðamenn NYT hafa ekki fundið neinar eignir skráðar í eigu hans. Stal í Brasilíu þegar hann átti að vera í háskóla Á þeim tíma sem hann átti að vera í háskóla í New York segja dómsskjöl í Brasilíu að hann hafi stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Móðir Santos var hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn. Santos játaði þjófnaðinn og að hafa notað ávísanaheftið til að kaupa sér hluti eins og skó. Hann mætti þó aldrei fyrir dómara og málið telst óupplýst. Þetta var á árunum 2008 til 2010. Opinber gögn og viðtöl sýna að Santos virtist eiga í fjárhagsörðugleikum um frá 2015 til minnst 2017. Þá var honum vísað úr minnst tveimur íbúðum í New York, þar sem hann hafði ekki greitt leigu. Árið 2021 var Santos þó farinn að tjá sig opinberlega um húsnæðismál og þá frá sjónarhóli leigusala. Þá sagði Santos á samfélagsmiðlum að hann væri leigusali og að sóttvarnaraðgerðir hefðu komið niður á honum og fjölskyldu hans. Þau hefðu ekki fengið greidda leigu á þrettán eignum þeirra og sagði hann að leigjendur væru að nýta sér það að bannað væri að vísa fólki út á þessum tíma. Santos reyndi fyrst að komast á þing árið 2019 en þá vann hann hjá fyrirtæki sem kallaðist LinkBridge Investors, sem á að hafa komið fjárfestum í tengsl við fjárfestingarsjóði. Í maí 2020 sagðist Santos hafa 55 þúsund dali í tekjur á ári. Hann hætti að vinna hjá LinkBridge og fór þess í stað að vinna hjá fjárfestingarfyrirtæki frá Flórída, sem kallaðist Harbor City. Eigandi þess var þó ákærður fyrir fjársvik og starfsmenn fyrirtækisins stofnuðu fyrirtæki sem kallaðist Red Strategies USA. Það var að hluta í eigu annars félags sem kallast Devolder Organization. Þar sagðist Santos hafa verið með 750 þúsund dali í laun á ári. Repúblikanar þöglir og mikið í húfi Þingmaðurinn verðandi neitað að svara fyrirspurnum New York Times. Lögmaður hans sendi miðlinum yfirlýsingu þar sem hann sakaði miðilinn um að reyna að sverta mannorð skjólstæðings síns með fölskum og ærumeiðandi fullyrðingum. Santos hefur deilt þeirri yfirlýsingu á Twitter. pic.twitter.com/mn181XbqRR— George Santos (@Santos4Congress) December 19, 2022 Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni og í New York hafa forðast það að svara spurningum um Santos og hann sjálfur hefur gert það sama. Einn Repúblikani í New York hefur þó gefið út að Santos eigi að tjá sig um málið og hreinsa nafn sitt. Santos lýsti því einnig yfir í gærkvöldi að hann stæði við bakið á Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, en hann vinnur hörðum höndum að því að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. Fjar-hægri þingmenn í flokki hans eru andvígir honum. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks McCarthy hefur ekkert tjáð sig um mál Santos og hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla, samkvæmt New York Times. Demókratar vilja rannsókn Demókratar hafa aftur á móti ekki verið feimnir við að tjá sig. Eric Swalwell hefur velt vöngum yfir því hvort McCarthy hafi lofað því að grípa ekki til aðgerða gegn Santos í skiptum fyrir atkvæði hans. Þá hefur Hakeem Jeffries, sem leiða mun þingflokk Demókrataflokksins á komandi kjörtímabili og er einnig frá New York, sagt að Santos sé óhæfur til þingsetu. Demókratar hafa þó ekki lagt til neinar aðgerðir gegn Santos enn, aðrar en að málið verði rannsakað frekar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Í grein New York Times segir að kjörorð Santos í kosningabaráttunni hefðu verið að hann væri holdgervingur bandaríska draumsins og vildi varðveita hann fyrir aðra. Santos er 34 ára sonur innflytjenda frá Brasilíu og var einn af fyrstu samkynhneigðu mönnunum til að tryggja sér þingsæti fyrir Repúblikanaflokkinn. Santos hélt því fram að hann hefði útskrifast úr virtum háskóla í New York og hefði í kjölfarið starfað hjá stórum fjárfestafélögum á Wall Street. Þingmaðurinn verðandi hélt því einnig fram að hann ræki dýraskýli sem bjargað hefði rúmlega 2.500 hundum og köttum. Blaðamenn miðilsins rýndu þó nánar í ferilskrá Santos og komust að því að hann virðist hafa sagt ósatt um ýmsa hluta hennar. Frá forsvarsmönnum Citigroup og Goldman Sachs, sem eru meðal stærstu fyrirtækja á Wall Street, fengust þær upplýsingar að Santos hefði aldrei unnið þar, eins og hann hefur haldið fram. Sambærilega sögu var að heyra frá forsvarsmönnum Baruch háskólans. Þar finnast engin gögn um að Santos hafi útskrifast árið 2010, eins og hann heldur fram. Auk þess eru engin opinber gögn til um að Santos hafi rekið dýraskýli og ekkert góðgerðafélag er skráð með nafninu Friends of Pets United, sem Santos hefur notað. Opinber gögn í bæði Bandaríkjunum og í Brasilíu benda til þess að Santos sé auðugur. Hann lánaði eigin kosningasjóði rúma sjö hundruð þúsund dali og gaf þúsundi dala til góðgerðasamtaka á undanförnum árum. Þá tilkynnti hann skattinum að laun hans hefðu verið 750 þúsund dalir á síðasta ári og fjármagnstekjur hans hefðu verið rúm milljón dala. Santos hefur talað um að fjölskylda hans eigi mikinn auð í fasteignum en blaðamenn NYT hafa ekki fundið neinar eignir skráðar í eigu hans. Stal í Brasilíu þegar hann átti að vera í háskóla Á þeim tíma sem hann átti að vera í háskóla í New York segja dómsskjöl í Brasilíu að hann hafi stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Móðir Santos var hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn. Santos játaði þjófnaðinn og að hafa notað ávísanaheftið til að kaupa sér hluti eins og skó. Hann mætti þó aldrei fyrir dómara og málið telst óupplýst. Þetta var á árunum 2008 til 2010. Opinber gögn og viðtöl sýna að Santos virtist eiga í fjárhagsörðugleikum um frá 2015 til minnst 2017. Þá var honum vísað úr minnst tveimur íbúðum í New York, þar sem hann hafði ekki greitt leigu. Árið 2021 var Santos þó farinn að tjá sig opinberlega um húsnæðismál og þá frá sjónarhóli leigusala. Þá sagði Santos á samfélagsmiðlum að hann væri leigusali og að sóttvarnaraðgerðir hefðu komið niður á honum og fjölskyldu hans. Þau hefðu ekki fengið greidda leigu á þrettán eignum þeirra og sagði hann að leigjendur væru að nýta sér það að bannað væri að vísa fólki út á þessum tíma. Santos reyndi fyrst að komast á þing árið 2019 en þá vann hann hjá fyrirtæki sem kallaðist LinkBridge Investors, sem á að hafa komið fjárfestum í tengsl við fjárfestingarsjóði. Í maí 2020 sagðist Santos hafa 55 þúsund dali í tekjur á ári. Hann hætti að vinna hjá LinkBridge og fór þess í stað að vinna hjá fjárfestingarfyrirtæki frá Flórída, sem kallaðist Harbor City. Eigandi þess var þó ákærður fyrir fjársvik og starfsmenn fyrirtækisins stofnuðu fyrirtæki sem kallaðist Red Strategies USA. Það var að hluta í eigu annars félags sem kallast Devolder Organization. Þar sagðist Santos hafa verið með 750 þúsund dali í laun á ári. Repúblikanar þöglir og mikið í húfi Þingmaðurinn verðandi neitað að svara fyrirspurnum New York Times. Lögmaður hans sendi miðlinum yfirlýsingu þar sem hann sakaði miðilinn um að reyna að sverta mannorð skjólstæðings síns með fölskum og ærumeiðandi fullyrðingum. Santos hefur deilt þeirri yfirlýsingu á Twitter. pic.twitter.com/mn181XbqRR— George Santos (@Santos4Congress) December 19, 2022 Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni og í New York hafa forðast það að svara spurningum um Santos og hann sjálfur hefur gert það sama. Einn Repúblikani í New York hefur þó gefið út að Santos eigi að tjá sig um málið og hreinsa nafn sitt. Santos lýsti því einnig yfir í gærkvöldi að hann stæði við bakið á Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, en hann vinnur hörðum höndum að því að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. Fjar-hægri þingmenn í flokki hans eru andvígir honum. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks McCarthy hefur ekkert tjáð sig um mál Santos og hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla, samkvæmt New York Times. Demókratar vilja rannsókn Demókratar hafa aftur á móti ekki verið feimnir við að tjá sig. Eric Swalwell hefur velt vöngum yfir því hvort McCarthy hafi lofað því að grípa ekki til aðgerða gegn Santos í skiptum fyrir atkvæði hans. Þá hefur Hakeem Jeffries, sem leiða mun þingflokk Demókrataflokksins á komandi kjörtímabili og er einnig frá New York, sagt að Santos sé óhæfur til þingsetu. Demókratar hafa þó ekki lagt til neinar aðgerðir gegn Santos enn, aðrar en að málið verði rannsakað frekar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent