„Það eru engin jól án tónlistar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2022 13:09 Það er aldrei leiðinleg stemning þegar Heimilistónar koma saman. „Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld. Leikkonurnar góðkunnu Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni „Rugl góð jólalög“ ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. Þetta er fyrsta jólaplata Heimilistóna, en á henni er meðal annars að finna Jólalag ársins á Rás 2 á síðasta ári „Anda inn“. Það var hlýleg jólastemning og fullt út úr húsi síðastliðið laugardagskvöld þegar Heimilistónar héldu jólatónleika í Húsi máls og menningar og hefur sveitin nú bætt við aukatónleikum á sama stað klukkan átta í kvöld. Fullt var út úr húsi á tónleikum Heimilistóna á laugardagskvöldið og í kvöld munu þær stöllur endurtaka leikinn. Gaman og gleði á aðventunni „Ég verð að segja að nafnið á plötunni er réttnefni. En þetta hrökk upp úr einni okkar í stúdíóinu þegar við vorum að taka lögin upp. Þetta hljómar kannski belgingslegt en þetta var sagt með hjartanu og ef ég á að dæma af viðbrögðum hlustenda bæði af tónleikunum siðastliðin laugardag og þeirra sem hafa hlustað á plötuna þá eru þeir sammála. Það má geta þess að öðlingurinn hann Vignir Snær tók upp plötuna og við hefðum ekki getað fengið betri mann,“ segir Ólafa Hrönn, eða Lolla eins og hún er oftast kölluð. Þá segir Elva Ósk að það hafi verið gaman að sjá gleðina sem sveif yfir salinn á tónleikunum á laugardagskvöldið. „Það er gott að sjá fólk ná að njóta á þessum annatíma sem aðventan er. Við vorum eitthvað að spá og spökulera hvort fólk kæmi því það er svo mikið í boði, en jú, það var stappað og okkur þótti það gleðilegt. Við erum stoltar af þessum nýju lögum okkar og glaðar að þau líði vel í landann,“ segir hún og Katla tekur í sama streng. „Tónleikarnir á laugardaginn glöddu okkur mikið. Gaman að flytja þessi lög og ekki síður að fá gestina með í samsöng á þekktum jólalögum. Þá fékk ég gæsahúð.“ Þá segir Vigdís að gömlu lög sveitarinnar hitti ávallt í mark hjá gestum. „Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að að spila jólalögin okkar fyrir tónleikagesti og skapa jólastemningu. Tónlist er svo stór hluti af jólahaldinu, það eru engin jól án tónlistar.“ Tónleikar Heimilistóna hefjast klukkan átta í kvöld. Miðasala er í Húsi máls og menningar og miðaverð er 2.900 krónur. Vínylútgáfa plötunnar er nýkomin úr prentun og verður seld á staðnum á 5.000 krónur. Á plötunni má finna QR kóða sem vísa á Spotify fyrir þá sem vilja kaupa plötuna en eiga ekki plötuspilara. Menning Jól Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Leikkonurnar góðkunnu Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni „Rugl góð jólalög“ ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. Þetta er fyrsta jólaplata Heimilistóna, en á henni er meðal annars að finna Jólalag ársins á Rás 2 á síðasta ári „Anda inn“. Það var hlýleg jólastemning og fullt út úr húsi síðastliðið laugardagskvöld þegar Heimilistónar héldu jólatónleika í Húsi máls og menningar og hefur sveitin nú bætt við aukatónleikum á sama stað klukkan átta í kvöld. Fullt var út úr húsi á tónleikum Heimilistóna á laugardagskvöldið og í kvöld munu þær stöllur endurtaka leikinn. Gaman og gleði á aðventunni „Ég verð að segja að nafnið á plötunni er réttnefni. En þetta hrökk upp úr einni okkar í stúdíóinu þegar við vorum að taka lögin upp. Þetta hljómar kannski belgingslegt en þetta var sagt með hjartanu og ef ég á að dæma af viðbrögðum hlustenda bæði af tónleikunum siðastliðin laugardag og þeirra sem hafa hlustað á plötuna þá eru þeir sammála. Það má geta þess að öðlingurinn hann Vignir Snær tók upp plötuna og við hefðum ekki getað fengið betri mann,“ segir Ólafa Hrönn, eða Lolla eins og hún er oftast kölluð. Þá segir Elva Ósk að það hafi verið gaman að sjá gleðina sem sveif yfir salinn á tónleikunum á laugardagskvöldið. „Það er gott að sjá fólk ná að njóta á þessum annatíma sem aðventan er. Við vorum eitthvað að spá og spökulera hvort fólk kæmi því það er svo mikið í boði, en jú, það var stappað og okkur þótti það gleðilegt. Við erum stoltar af þessum nýju lögum okkar og glaðar að þau líði vel í landann,“ segir hún og Katla tekur í sama streng. „Tónleikarnir á laugardaginn glöddu okkur mikið. Gaman að flytja þessi lög og ekki síður að fá gestina með í samsöng á þekktum jólalögum. Þá fékk ég gæsahúð.“ Þá segir Vigdís að gömlu lög sveitarinnar hitti ávallt í mark hjá gestum. „Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að að spila jólalögin okkar fyrir tónleikagesti og skapa jólastemningu. Tónlist er svo stór hluti af jólahaldinu, það eru engin jól án tónlistar.“ Tónleikar Heimilistóna hefjast klukkan átta í kvöld. Miðasala er í Húsi máls og menningar og miðaverð er 2.900 krónur. Vínylútgáfa plötunnar er nýkomin úr prentun og verður seld á staðnum á 5.000 krónur. Á plötunni má finna QR kóða sem vísa á Spotify fyrir þá sem vilja kaupa plötuna en eiga ekki plötuspilara.
Menning Jól Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp