Besta kvenna hefst á risaleik og Besta karla á Kópavogsslag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2022 13:13 Landsliðskonurnar Agla María Albertsdóttir og Elísa Viðarsdóttir í leik Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda í sumar. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, Valur og Breiðablik, mætast í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Í Bestu deild karla hefst titilvörn Breiðabliks á Kópavogsslag gegn HK. Í dag voru drög að leikjaniðurröðun í Bestu deildunum birt. Hægt er að sjá þau á heimasíðu KSÍ. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki í upphafsleik Bestu deildar kvenna. Hann fer fram 25. apríl. Hinir fjórir leikirnir í 1. umferðinni fara fram degi seinna. Silfurlið Stjörnunnar fær Þór/KA í heimsókn, ÍBV og Selfoss mætast í Suðurlandsslag, nýliðar Tindastóls taka á móti Keflavík og hinir nýliðarnir, FH, fara í Laugardalinn og mæta þar Þrótti. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar kvenna 2023 út.ksí Sú breyting verður á Bestu deild kvenna á næsta ári að tekin verður upp úrslitakeppni eins og var í Bestu deild karla á síðasta tímabili. Reiknað er með að hefðbundinni deildarkeppni ljúki 27. ágúst. Síðan hefst úrslitakeppni efstu sex liðanna og fjögurra neðstu. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild kvenna með því að smella hér. Keppni í Bestu deild karla 2023 hefst á öðrum degi páska, 10. apríl, en þá fer 1. umferðin fram í heilu lagi. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, kemur í veg fyrir að Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, nái til boltans í leik liðanna í Kórnum á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum HK. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar þar sem Blikar unnu 0-1 sigur í hörkuleik. KA, sem endaði í 2. sæti á síðasta tímabili, fær KR í heimsókn og bikarmeistarar Víkings sækja Stjörnuna heim, Valur og ÍBV eigast við á Hlíðarenda, nýliðar Fylkis taka á móti Keflavík og Fram og FH leiða saman hesta sína í Úlfarsárdal. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar karla 2023 út.ksí Gert er ráð fyrir því að hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla ljúki 3. september. Í ár kláraðist hún 17. september. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild karla með því að smella hér. Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Í dag voru drög að leikjaniðurröðun í Bestu deildunum birt. Hægt er að sjá þau á heimasíðu KSÍ. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki í upphafsleik Bestu deildar kvenna. Hann fer fram 25. apríl. Hinir fjórir leikirnir í 1. umferðinni fara fram degi seinna. Silfurlið Stjörnunnar fær Þór/KA í heimsókn, ÍBV og Selfoss mætast í Suðurlandsslag, nýliðar Tindastóls taka á móti Keflavík og hinir nýliðarnir, FH, fara í Laugardalinn og mæta þar Þrótti. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar kvenna 2023 út.ksí Sú breyting verður á Bestu deild kvenna á næsta ári að tekin verður upp úrslitakeppni eins og var í Bestu deild karla á síðasta tímabili. Reiknað er með að hefðbundinni deildarkeppni ljúki 27. ágúst. Síðan hefst úrslitakeppni efstu sex liðanna og fjögurra neðstu. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild kvenna með því að smella hér. Keppni í Bestu deild karla 2023 hefst á öðrum degi páska, 10. apríl, en þá fer 1. umferðin fram í heilu lagi. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, kemur í veg fyrir að Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, nái til boltans í leik liðanna í Kórnum á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum HK. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar þar sem Blikar unnu 0-1 sigur í hörkuleik. KA, sem endaði í 2. sæti á síðasta tímabili, fær KR í heimsókn og bikarmeistarar Víkings sækja Stjörnuna heim, Valur og ÍBV eigast við á Hlíðarenda, nýliðar Fylkis taka á móti Keflavík og Fram og FH leiða saman hesta sína í Úlfarsárdal. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar karla 2023 út.ksí Gert er ráð fyrir því að hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla ljúki 3. september. Í ár kláraðist hún 17. september. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild karla með því að smella hér.
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira